Tengsl við undirheima ekki hluti af rannsókninni

Lögreglubifreið á vettvangi nærri Vatnsskarði á Sveifluhálsi, norðan Kleifarvatns.
Lögreglubifreið á vettvangi nærri Vatnsskarði á Sveifluhálsi, norðan Kleifarvatns. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­an tel­ur sig hafa nokkuð skýra mynd af and­láti tíu ára stúlku sem fannst lát­in skammt frá Krýsu­vík­ur­vegi á sunnu­dag. Faðir stúlk­unn­ar, Sig­urður Fann­ar Þórs­son, er í gæslu­v­arðhaldi grunaður um verknaðinn. Hann er sá eini með stöðu sak­born­ings í mál­inu.

Mögu­leg tengsl manns­ins við und­ir­heima eru ekki hluti af rann­sókn lög­reglu.

Þetta seg­ir Grím­ur Gríms­son, yf­ir­lög­regluþjónn miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar.

„Rann­sókn­inni hef­ur bara miðað vel. Við telj­um okk­ur vera með nokkuð skýra mynd. Hins veg­ar er þetta flókið mál og það er tölu­vert eft­ir.“

Hann kveðst gera ráð fyr­ir að rann­sókn ljúki inn­an tólf vikna.

Grein­ir ekki frá því sem kom fram í yf­ir­heyrslu

Spurður út í mögu­leg­an ásetn­ing seg­ir Grím­ur ekki tíma­bært að upp­lýsa um það sem komið hef­ur fram í yf­ir­heyrsl­um.

Sig­urður var síðast yf­ir­heyrður á sunnu­dag­inn eða sama dag og stúlk­an fannst lát­in. 

Sýni úr mann­in­um hafa verið send til rann­sókn­ar, til að fá úr því skorið hvort hann hafi verið und­ir áhrif­um, en niður­stöður hafa ekki borist.

Spurður hvort Sig­urður hafi játað verknaðinn ít­rek­ar Grím­ur að hann vilji ekki svara fyr­ir um hvað hafi komið fram í yf­ir­heyrsl­um.

Maðurinn var handtekinn við Krýsuvíkurveg.
Maður­inn var hand­tek­inn við Krýsu­vík­ur­veg. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Bíll á vett­vangi sem tal­inn er til­heyra mann­in­um

Eins og áður hef­ur komið fram fannst stúlk­an lát­in skammt frá Krýsu­vík­ur­vegi á sunnu­dag­inn. Faðir stúlk­unn­ar var einnig á vett­vangi og hringdi sjálf­ur í lög­regl­una.

Var hann hand­tek­inn á staðnum og síðar úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald til 24. sept­em­ber.

„Það var bíll þarna sem við telj­um að hafi tengst hon­um,“ seg­ir Grím­ur, aðspurður.

Hann seg­ir enn til rann­sókn­ar hvar stúlk­unni hafi verið banað og hve lengi hún var lát­in áður en lög­regla kom á vett­vang.

Fólk með konkret upp­lýs­ing­ar hafi sam­band

Aðeins einn er með stöðu sak­born­ings en Grím­ur úti­lok­ar ekki að sak­born­ing­um fjölgi eft­ir því sem líður á rann­sókn­ina.

„Svona rann­sókn get­ur alltaf leitt okk­ur á þær slóðir að ein­hver ann­ar fái stöðu sak­born­ings, það verður ekk­ert endi­lega, en það get­ur gerst.“

Sögu­sagn­ir hafa gengið manna á milli um að ein­hver ann­ar en faðir­inn hafi orðið stúlk­unni að bana.

„Al­mennt séð eru sögu­sagn­ir sem fara á kreik í tengsl­um við svona mál. Við höf­um ekki elt ólar við sögu­sagn­ir,“ seg­ir Grím­ur.

„Ég get bara sagt það að ef fólk hef­ur ein­hverj­ar konkret upp­lýs­ing­ar sem það vill koma á fram­færi við okk­ur, um aðild annarra að þessu máli eða öðru, þá hvet ég fólk til að hafa sam­band við lög­regl­una.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert