Þurfa að uppfæra öryggisatriði og koma á FM-sambandi

Eldurinn kviknaði er rútan var skammt frá göngunum.
Eldurinn kviknaði er rútan var skammt frá göngunum. Ljósmynd/Þórður Bragason

Bæjarráð Ísafjarðar lýsir áhyggjum í fundargerð að viðbragðsáætlanir hafi ekki verið uppfærðar, sérstaklega í ljósi vaxandi umferðarþunga stærri ökutækja og farþegaflutninga um Vestfjarðargöng.

Eldur kviknaði í farþegarútu nálægt göngunum á föstudaginn. Litlu mátti muna að eldurinn hefði kviknað er bifreiðin var í göngunum, sem eru einbreið að mestum hluta.

Vilja koma á FM-sambandi

Bæjarráð Ísafjarðar fundaði á mánudag um hættuástandið sem skapaðist vegna rútubrunans. Á fundinum var m.a. farið yfir viðbragðsáætlun slökkviliðs ef eldur skyldi kvikna í göngunum sjálfum og mögulegar viðbætur í göngunum til að auka umferðaröryggi.

Var það niðurstaða fundarins að bæjarstjóri skyldi óska eftir fundi með Vegagerðinni á næsta fundi bæjarráðs.

Þá segir í fundargerðinni að á meðan beðið sé eftir því að göngin verði tvöfölduð sé mikilvægt að uppfæra öryggisatriði og koma m.a. á FM-sambandi til að hægt sé að miðla upplýsingum.

Klæðningin eldfim

Ólöf Birna Jen­sen, full­trúi hverf­is­ráðs Súg­anda­fjarðar, sagði í samtali við Morgunblaðið að klæðning ganganna væri eldfim.

„Ef þessi rútu­bruni hefði orðið nokkr­um mín­út­um fyrr, og þá í miðjum göng­un­um, hefði komið mik­ill reyk­ur. Eld­ur­inn hefði læst sig í klæðning­una,“ sagði Ólöf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert