Átta til tólf erlendir glæpahópar

Lögregla veit af starfsemi skipulagðra glæpahópi hér á landi, innlendra, …
Lögregla veit af starfsemi skipulagðra glæpahópi hér á landi, innlendra, erlendra og blandaðra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nokkur hundruð einstaklingar tengjast skipulagðri brotastarfsemi á Íslandi með einum eða öðrum hætti. Þetta kemur fram í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra frá árinu 2021 um skipulagða brotastarfsemi hér á landi. Gera má ráð fyrir að nú, þremur árum síðar, sé þessi hópur orðinn enn stærri.

„Talið er líklegt að íslenskir, erlendir sem og fjölþjóðlegir glæpahópar muni leitast við að auka umsvif sín á Íslandi á komandi árum og einnig er raunhæfur möguleiki talinn á því að nýir hópar muni reyna að koma sér fyrir,“ segir í skýrslunni.

Þá er þar fjallað sérstaklega um starfandi glæpahópa á Íslandi sem tengdir eru ákveðnum þjóðarbrotum frá Mið-Austurlöndum og Suðaustur-Evrópu. Tiltækar upplýsingar bendi til að erlendir hópar séu um flest betur skipulagðir en þeir innlendu. Starfsemin sé síður háð tilviljunum og meiri „atvinnumennska“ einkenni hana, t.a.m. hvað verkaskiptingu varðar.

Blandaðir glæpahópar

Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir skipulagða glæpahópa hér á landi bæði vera innlenda og erlenda og þá séu einnig blandaðir glæpahópar starfandi hér, sem sé ekki alþekkt í löndunum í kringum okkur.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka