Brynjar Níelsson segir af sér varaþingmennsku

Brynjar Níelsson.
Brynjar Níelsson. mbl.is/Arnþór Birkisson

Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt af sér varaþingmennsku fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður. 

Þetta tilkynnti Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, við upphaf þingfundar rétt í þessu. 

„Forseti vill tilkynna að borist hefur bréf frá fyrsta varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður, Brynjari Níelssyni, dagsett 18. september síðastliðinn þess efnis að hann segi af sér varaþingmennsku fyrir flokkinn,“ sagði Birgir. 

Fyrsti varaþingmaður flokksins í kjördæminu verður því Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert