Ísland og Indónesía hyggja á samstarf

Sendiherra Íslands, Stefán Haukur Jóhannesson og Pahala Mansyurc, varautanríkisráðherra Indónesíu.
Sendiherra Íslands, Stefán Haukur Jóhannesson og Pahala Mansyurc, varautanríkisráðherra Indónesíu. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Vilja­yf­ir­lýs­ing um sam­starf Íslands og Indó­nes­íu í jarðhita­mál­um var und­ir­rituð í gær á ár­legu jarðhitaþingi (IIGCE) sem fram fór í Jakarta, höfuðborg Indó­nes­íu.

Sam­starfið lýt­ur að end­ur­nýj­an­legri orku, með áherslu á þróun jarðhita. 

Yf­ir­lýs­ing­unni er meðal ann­ars ætlað að styðja við ís­lensk jarðhita­fyr­ir­tæki í áfram­hald­andi markaðssókn í Indó­nes­íu og efla vís­inda­sam­starf ríkj­anna. Þá er einnig und­ir­strikaður sam­eig­in­leg­ur vilji til að stuðla að frek­ari þróun end­ur­nýj­an­legr­ar orku sem styðji við alþjóðleg um­skipti yfir í græna orku.

Er einnig horft til mögu­legs sam­starfs um kol­efn­is­förg­un og -geymslu. 

Bahlil Lahadalia orku- og jarðefnaauðlindaráðherra, Eniya Listiani Dewi ráðuneytisstjóri í …
Bahlil Lahadalia orku- og jarðefna­auðlindaráðherra, En­iya Listiani Dewi ráðuneyt­is­stjóri í orku- og jarðefna­auðlindaráðuneyti Indó­nes­íu og Stefán Hauk­ur Jó­hann­es­son sendi­herra Íslands gagn­vart Indó­nes­íu Ljós­mynd/​Stjórn­ar­ráðið

Áfram­hald­andi þekk­ing­ar­upp­bygg­ing

Síðan 1982 hef­ur Jarðhita­skóli GRÓ tekið á móti 50 nem­um frá Indó­nes­íu, sem marg­ir starfa hjá stærstu orku­fyr­ir­tækj­um lands­ins, verður sam­starf ríkj­anna hvað varðar þekk­ing­ar­upp­bygg­ingu áfram­hald­andi.

Stefán Hauk­ur Jó­hann­es­son, sendi­herra Íslands gagn­vart Indó­nes­íu, und­ir­ritaði yf­ir­lýs­ing­una fyr­ir hönd Íslands, en um­hverf­is-, orku og lofts­lags­ráðuneytið ber ábyrgð á fram­kvæmd sam­starfs­ins fyr­ir hönd Íslands.

Full­trú­ar átta ís­lenskra fyr­ir­tækja sækja nú jarðhitaþing­inu, en þátt­taka þeirra var skipu­lögð í sam­starfi við Íslands­stofu og sendi­ráð Íslands í Tókýó.

Sendi­herra Íslands fundaði einnig með Bahlil Lahadalia, orku- og jarðefna­auðlindaráðherra Indó­nes­íu, og Pahala Man­syurc, var­aut­an­rík­is­ráðherra Indó­nes­íu, í tengsl­um við þátt­töku Íslands á jarðhitaþing­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka