Kyrrðar- og bænastund í Dómkirkjunni í kvöld

Bænastundin hefst klukkan 18 í kvöld.
Bænastundin hefst klukkan 18 í kvöld. mbl.is/RAX

Kyrrðar- og bænastund vegna áfalla í samfélaginu verður haldin í Dómkirkjunni klukkan 18 í kvöld.

Þar munu sr. Elínborg Sturludóttir flytja ávarp, sr. Sveinn Valgeirsson leiða bænastund og Guðmundur Sigurðsson leika kyrrðar- og íhugunartónlist og spila undir sálmasöng.

Mun viðstöddum gefast tækifæri til að tendra bæna- og friðarljós við stundina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert