Með ökuskírteini sem hann útbjó sjálfur

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bifreið var stöðvuð í akstri í Reykjavík og er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Hann framvísaði ökuskírteini sem virtist ekki uppfylla öryggisþætti. Í viðræðum við ökumanninn kom í ljós að hann hafði útbúið það sjálfur þar sem hann kvaðst hafa týnt ökuskírteininu sínu. Hann var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.

Einn fluttur á sjúkrahús

Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á Vínlandsleið vegna umferðarslyss þar sem bifreið hafði verið ekið á vegrið. Einn var fluttur á sjúkrabifreið til skoðunar á sjúkrahús. Ekki er vitað um líðan hans.

Rásandi aksturslag

Sömu lögreglustöð var tilkynnt um rásandi aksturslag bifreiðar. Ökumaður er m.a. grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, akstur sviptur ökuréttindum sem og vörslu fíkniefna. Þá gerði lögregla bifreiðina upptæka vegna ítrekaðs aksturs ökumannsins undir áhrifum ávana- og/eða fíkniefna.

Stolið úr verslun

Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar í Hafnarfirði og Garðabæ vegna þjófnaðar í verslun. Málið var afgreitt á staðnum.

Tilkynning barst lögreglunni á Hverfisgötu vegna þjófnaðar úr bifreið. Málið er til rannsóknar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert