Þurftu að lenda skömmu eftir flugtak

Nefhjól vélarinnar fór ekki upp eftir flugtak.
Nefhjól vélarinnar fór ekki upp eftir flugtak. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flugvél á vegum Icelandair, sem var nýtekin á loft til flugs frá Keflavíkurflugvelli, þurfti að lenda aftur á vellinum eftir að nefhjól hennar fór ekki upp eftir flugtak fyrr í dag.

Víkurfréttir greindu fyrst frá. 

Þar segir að mikill viðbúnaður hafi verið á Keflavíkurflugvelli vegna atviksins og ekki liggi fyrir upplýsingar um hvernig farþegum vélarinnar, sem var á leið til Seattle, verði komið á áfangastað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert