Tæknileg vandamál hýsingaraðila hjá Rapyd olli því að truflun varð á kortanotkun í morgun. Vandamálið varði í um það bil 40 mínútur.
Þetta segir Garðar Stefánsson, forstjóri Rapyd, í samtali við mbl.is.
Hafði þetta meðal annars minniháttar áhrif á viðskiptavini Landsbankans og Arion banka á meðan truflununum stóð, samkvæmt upplýsingafulltrúum fyrirtækjanna.
Garðar segir að endanlegt umfang sé ekki vitað þar sem tíma taki að greina slíkt. Verið að greina orsök vandamálsins en hafði þetta áhrif á kortanotkun frá klukkan 7.55 til 8.35.