#36. - Rugby-rimma, remúlaðislys og umdeildur kjörþokki

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, var aðalviðmæl­andi Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar í nýj­asta þætti Spurs­mála. Áttu þeir athyglisverðar samræður um landslag stjórnmálanna og ljóst að kosningabaráttan er nú þegar hafin með óformlegum hætti. Í lokin tóku samræður þeirra óvænta stefnu þar sem rugby-treyjur og remúlaði komu við sögu.

Þátturinn var sýndur hér á mbl.is fyrr í dag en upptöku af þættinum má nálgast í spilaranum hér að ofan og er hún öllum aðgengileg. Einnig er hægt að hlusta og horfa á Spursmál á Spotify, YouTube og öllum helstu streymisveitum.

For­ingj­ar flokk­anna setja sig í stell­ing­ar

Fylgi Miðflokks­ins hef­ur sjald­an eða aldrei mælst hærra en ný­leg­ar skoðanakann­an­ir gefa sterk­lega til kynna að fylgi flokks­ins fari nú með him­inskaut­um en enn er óvíst hvenær til kosn­inga kem­ur. Að svo stöddu virðist svo vera að út­hald rík­is­stjórn­ar­inn­ar sé sleitu­laust þrátt fyr­ir að gustað hafi um rík­is­stjórn­ar­sam­starfið á kjör­tíma­bil­inu.

For­ingj­ar stjórn­mála­flokk­anna hafa nú tekið sér stöðu á vett­vangi stjórn­mál­anna. Enda ekki seinna vænna því inn­an árs munu lands­menn ganga að kjör­borðinu á nýj­an leik og velja sér nýja for­ystu sem kann að hugn­ast land­an­um bet­ur.

Lagðar voru ýms­ar spurn­ing­ar fyr­ir Sig­mund Davíð um stjórn­ar­sam­starfið og hvers sé að vænta í póli­tík­inni á kom­andi miss­er­um.

Fjör­leg yf­ir­ferð á frétt­um vik­unn­ar

Margt hef­ur dregið til tíðinda í vik­unni. Var það í hönd­um þeirra Ingu Sæ­land, for­manns Flokks fólks­ins, og Jón Gunn­ars­son­ar, þing­is­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins og fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra, að fara yfir helstu frétt­ir í líðandi viku. Mikið fjör fær­ðist í leik­ana þegar þessi tvö mættu í settið og rýndu helstu frétt­ir með sín­um eig­in skoðanagler­aug­um.

Ekki missa af beinskeyttri og líflegri umræðu í Spursmálum alla föstudaga klukkan 14 hér á mbl.is.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Inga Sæland og Jón Gunnarsson eru gestir …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Inga Sæland og Jón Gunnarsson eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert