Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var aðalviðmælandi Stefáns Einars Stefánssonar í nýjasta þætti Spursmála. Áttu þeir athyglisverðar samræður um landslag stjórnmálanna og ljóst að kosningabaráttan er nú þegar hafin með óformlegum hætti. Í lokin tóku samræður þeirra óvænta stefnu þar sem rugby-treyjur og remúlaði komu við sögu.
Þátturinn var sýndur hér á mbl.is fyrr í dag en upptöku af þættinum má nálgast í spilaranum hér að ofan og er hún öllum aðgengileg. Einnig er hægt að hlusta og horfa á Spursmál á Spotify, YouTube og öllum helstu streymisveitum.
Fylgi Miðflokksins hefur sjaldan eða aldrei mælst hærra en nýlegar skoðanakannanir gefa sterklega til kynna að fylgi flokksins fari nú með himinskautum en enn er óvíst hvenær til kosninga kemur. Að svo stöddu virðist svo vera að úthald ríkisstjórnarinnar sé sleitulaust þrátt fyrir að gustað hafi um ríkisstjórnarsamstarfið á kjörtímabilinu.
Foringjar stjórnmálaflokkanna hafa nú tekið sér stöðu á vettvangi stjórnmálanna. Enda ekki seinna vænna því innan árs munu landsmenn ganga að kjörborðinu á nýjan leik og velja sér nýja forystu sem kann að hugnast landanum betur.
Lagðar voru ýmsar spurningar fyrir Sigmund Davíð um stjórnarsamstarfið og hvers sé að vænta í pólitíkinni á komandi misserum.
Margt hefur dregið til tíðinda í vikunni. Var það í höndum þeirra Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, og Jón Gunnarssonar, þingismanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, að fara yfir helstu fréttir í líðandi viku. Mikið fjör færðist í leikana þegar þessi tvö mættu í settið og rýndu helstu fréttir með sínum eigin skoðanagleraugum.
Ekki missa af beinskeyttri og líflegri umræðu í Spursmálum alla föstudaga klukkan 14 hér á mbl.is.