Einn heppinn Íslendingur fékk 100.000 krónur í öðrum vinning í jókernum í Euro Jackpot. Miðinn var keyptur í Hagkaup á Eiðistorgi.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá.
Enginn hlaut fyrsta vinning í þetta skiptið.
Í Euro Jackpot voru fjórir heppnir sem fengu annan vinninginn en potturinn var rúmlega 200 milljónir króna. Tveir þeirra heppnu voru frá Ungverjalandi, einn frá Danmörku og einn frá Þýskalandi.