Í gær var lýst yfir hættustigi vegna bilunar í flugvél sem var á leið frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna. Flugvélin lenti heilu og höldnu án vandræða.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.
„Við viljum þakka öllum þeim viðbragðsaðilum sem tóku þátt í að tryggja öryggi farþega og áhafnar. Þegar slík atvik eiga sér stað og viðbragðsáætlanir eru virkjaðar, kemur fjölbreyttur hópur að verki og vinnur náið saman að því að tryggja öryggi allra,“ segir lögreglan.