„Tala má um rányrkju“

Á kortinu má sjá hvar rukkað er fyrir aðgang að …
Á kortinu má sjá hvar rukkað er fyrir aðgang að bílastæðum á ferðamannastöðum. Ljósmynd/FÍB

Í nýrri álykt­un sem Fé­lag ís­lenskra bif­reiðaeig­anda sendi frá sér fyrr í dag set­ur fé­lagið út á gjald­töku á bíla­stæðum við ferðamannastaði.

Álykt­un ber yf­ir­skrift­ina „Hemja þarf rán­yrkju bíla­stæðafyr­ir­tækja á ferðamanna­stöðum“ en í henni er rakið hvernig á meira en 30 áfanga­stöðum ferðamanna víða um land eru að jafnaði rukkaðar 1.000 kr. fyr­ir að leggja bíl og að ef ekki er gengið frá greiðslu sam­dæg­urs fær bí­leig­and­inn senda kröfu um 4.500 kr. van­greiðslu­gjald til viðbót­ar.

„Á flest­um þess­ara staða er ný­lega byrjað að rukka fyr­ir bíla­stæði sem áður voru gjald­frjáls, án þess að nokkuð hafi breyst sem út­skýr­ir eða rétt­læt­ir gjald­tök­una,“ seg­ir í upp­hafi álykt­un­ar­inn­ar.

Gengið út í öfg­ar

Þá kem­ur fram að FÍB hafi fengið fjöl­marg­ar kvart­an­ir vegna inn­heimt­unn­ar.

„Kvartað er und­an þeim skamma tíma sem ferðafólki er gef­inn til að greiða fyr­ir bíla­stæði, rugl­ings­hættu milli bíla­stæða, ein­ok­un á greiðslu­leiðum og óút­skýrðum háum van­greiðslu­kröf­um. Kvartað er und­an því að á óskipu­lögðum mal­ar­stæðum er sama 1.000 kr. gjald tekið og á þeim ör­fáu bíla­stæðum sem eru til fyr­ir­mynd­ar og bjóða upp á sal­ern­isaðstöðu.“

Þá seg­ir að FÍB telji að gjald­taka á bíla­stæðum á ferðamanna­stöðum sé geng­in út í öfg­ar, ekki síst með háum van­greiðslu­gjöld­um.

„Tala má um rán­yrkju í ljósi þess­ara ósann­gjörnu viðskipta­hátta. Þarna eru lóðar­haf­ar, land­eig­end­ur og bíla­stæðafyr­ir­tæki að fé­nýta sér aðkomu að nátt­úrperl­um.

Einatt er full­yrt að fjár­mun­irn­ir fari í upp­bygg­ingu aðstöðu. Svo virðist vera í ein­staka til­fell­um, en víðast hvar er meint upp­bygg­ing í engu sam­ræmi við gjald­tök­una,“ seg­ir í álykt­un­inni

Hef­ur nei­kvæð áhrif á al­menn­ing

Sömu­leiðis álykt­ar FÍB að inn­heimt­an hafi nei­kvæð áhrif á al­menn­ing.

„Vart þarf að nefna þau nei­kvæðu áhrif sem þessi út­breidda og vax­andi inn­heimta hef­ur fyr­ir al­menn­ing og ferðaþjón­ust­una, ekki síst þegar eng­in ástæða virðist vera fyr­ir gjald­tök­unni. [...]

Íslend­ing­ar eiga því að venj­ast að gera notið nátt­úr­unn­ar í frjálsri för um landið, enda er al­manna­rétt­ur­inn rík­ur. Stór­felld gjald­taka á bíla­stæðum við nátt­úruperl­ur geng­ur gegn þess­um hefðum og eyðilegg­ur þá ásýnd sem við vilj­um hafa af land­inu.“

Þá er talað um að á mörg­um þeirra áfangastaða sem um ræðir hafi Fram­kvæmda­sjóður ferðamannastaða staðið straum af stór­um hluta upp­bygg­ing­ar og end­ur­bóta.

„Fram­lög úr sjóðnum nema hundruð millj­ón­um króna á hverju ári. Víðast hvar hafa fram­lög feng­ist gegn því að aðgang­ur að nátt­úruperl­um sé gjald­frjáls. Lóðar­haf­ar og land­eig­end­ur fara í kring­um þetta með því að krefjast greiðslu fyr­ir bíla­stæðin,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert