Wokon mathöll gjaldþrota

Quang Le, einnig þekktur sem Davíð Viðarsson, átti bæði Wokon …
Quang Le, einnig þekktur sem Davíð Viðarsson, átti bæði Wokon ehf. og Wokon mathöll ehf.

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur úr­sk­urðaði fé­lagið Wo­kon mat­höll ehf. gjaldþrota á miðviku­dag­inn, en fé­lagið er dótt­ur­fé­lag Wo­kon ehf., en fé­lög­in eru bæði hluti af fyr­ir­tækja­sam­stæðu sem Quang Le, einnig þekkt­ur sem Davíð Viðars­son, stóð á bak við.

Greint er frá úr­sk­urðinum í aug­lýs­ingu í Lög­birt­inga­blaðinu.

Wo­kon ehf var rekstr­ar­fé­lag sam­nefndra veit­ingastaða sem Quang Le rak og átti einnig allt hluta fé í Wo­kon mat­höll ehf. þegar Wo­kon ehf. fór í þrot fyrr á þessu ári. Gerðist það eft­ir aðgerðir lög­reglu sem beind­ust að starf­semi Quang Le.

Sjö veit­ingastaða Wo­kon til­heyrðu Wo­kon ehf, auk tveggja sem til­heyrðu dótt­ur­fyr­ir­tæk­inu Wo­kon mat­höll ehf.

Quang Le keypti staðina sjö af Kristjáni Ólafi Sig­ríðar­syni í upp­hafi árs. Fyr­ir átti Davíð stór­an hlut í Wo­kon mat­höll ehf. en eignaðist staðina tvo að fullu eft­ir viðskipt­in.  

Quang Le var í ítar­legu viðtali við mbl.is sem birt­ist í vik­unni, en þar gagn­rýndi hann skipt­in og sakaði einkaaðila um að hafa gert eign­ir hans upp­tæk­ar meðan hann sat í varðhaldi, án þess að hann fengi krónu fyr­ir.

Líkt og mbl.is hef­ur fjallað um hef­ur fjöldi til­boða borist í Wo­kon veit­ingastaðina, bæði í ein­stak­ar staðsetn­ing­ar og tæki, en ekki í móður­fé­lagið í heild.

Skipta­stjóri Wo­kon mat­hall­ar er Ein­ar Hugi Bjarna­son, en hann er einnig skipta­stjóri Wo­kon ehf.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert