Wokon mathöll gjaldþrota

Quang Le, einnig þekktur sem Davíð Viðarsson, átti bæði Wokon …
Quang Le, einnig þekktur sem Davíð Viðarsson, átti bæði Wokon ehf. og Wokon mathöll ehf.

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði félagið Wokon mathöll ehf. gjaldþrota á miðvikudaginn, en félagið er dótturfélag Wokon ehf., en félögin eru bæði hluti af fyrirtækjasamstæðu sem Quang Le, einnig þekktur sem Davíð Viðarsson, stóð á bak við.

Greint er frá úrskurðinum í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu.

Wokon ehf var rekstrarfélag samnefndra veitingastaða sem Quang Le rak og átti einnig allt hluta fé í Wokon mathöll ehf. þegar Wokon ehf. fór í þrot fyrr á þessu ári. Gerðist það eftir aðgerðir lögreglu sem beindust að starfsemi Quang Le.

Sjö veit­ingastaða Wo­kon til­heyrðu Wo­kon ehf, auk tveggja sem til­heyrðu dótt­ur­fyr­ir­tæk­inu Wo­kon mat­höll ehf.

Quang Le keypti staðina sjö af Kristjáni Ólafi Sig­ríðar­syni í upp­hafi árs. Fyr­ir átti Davíð stór­an hlut í Wo­kon mat­höll ehf. en eignaðist staðina tvo að fullu eft­ir viðskipt­in.  

Quang Le var í ítarlegu viðtali við mbl.is sem birtist í vikunni, en þar gagnrýndi hann skiptin og sakaði einkaaðila um að hafa gert eignir hans upptækar meðan hann sat í varðhaldi, án þess að hann fengi krónu fyrir.

Líkt og mbl.is hefur fjallað um hefur fjöldi tilboða borist í Wokon veitingastaðina, bæði í einstakar staðsetningar og tæki, en ekki í móðurfélagið í heild.

Skiptastjóri Wokon mathallar er Einar Hugi Bjarnason, en hann er einnig skiptastjóri Wokon ehf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka