Hátt í 50 í útkallinu við Krýsuvíkurveg

Stúlkan fannst við Krýsuvíkurveg á milli Vallahverfis í Hafnarfirði og …
Stúlkan fannst við Krýsuvíkurveg á milli Vallahverfis í Hafnarfirði og Vigdísarvallavegar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Fyr­ir lög­reglu­menn er aðkoma á vett­vangi, þar sem börn eiga í hlut, ávallt erfið og í sam­ræmi við þá erfiðleika sem al­menn­ing­ur upp­lif­ir í mál­um sem þess­um,“ seg­ir Grím­ur Gríms­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá miðlægri rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, við Morg­un­blaðið um rann­sókn á and­láti 10 ára stúlku sem fannst lát­in við Krýsu­vík­ur­veg sl. sunnu­dags­kvöld.

„Það sama á við um aðra þá sem aðkomu hafa, s.s. sjúkra­flutn­inga­fólk og heil­brigðis­starfs­fólk. Þeim sem að þess­um mál­um koma er boðin hand­leiðsla sér­fræðinga í kjöl­far út­kalls og rann­sókn­ar sem þeim er í sjálfs­vald sett hvort þau þiggja. Mörg hafa sín­ar eig­in aðferðir til að tak­ast á við það sem þau upp­lifa í starf­inu,“ seg­ir Grím­ur enn frem­ur.

Um­fangs­mik­il rann­sókn

Lands­menn eru slegn­ir óhug vegna þessa máls en faðir stúlk­unn­ar var hand­tek­inn á vett­vangi, grunaður um að vera vald­ur að and­lát­inu.

Rann­sókn máls­ins er um­fangs­mik­il. Að sögn Gríms komu hátt í 50 manns að út­kall­inu við Krýsu­vík­ur­veg.

Þá eru hátt í 20 sem vinna við rann­sókn­ina. Þegar barn á í hlut verður vinna þeirra enn erfiðari en ella. Farið er yfir at­b­urðarás máls­ins í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert