Skjálftahrina við Kleifarvatn

Kleifarvatn.
Kleifarvatn. mbl.is/Arnþór

Um sextíu jarðskjálftar hafa mælst nærri Kleifarvatni í dag. Mest virkni var fram eftir morgni en dregið hefur úr virkninni með deginum. Stærsti skjálftinn mældist 2,9 stig. 

Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir ekki gott að segja til um hvort skjálftarnir orsakist af flekahreyfingum eða hvort eldsumbrot við Grindavík valdi þeim. 

„En það koma líka skjálftar þarna þegar ekki eru eldsumbrot í Grindavík og í Fagradalsfjalli. Því eru meiri líkur á því að þetta séu flekahreyfingar,“ segir Sigríður.

Hún bendir þó á að Krýsuvíkurkerfið, sem Fagradalsfjall er hluti af, fari í gegnum svæðið þar sem skjálftarnir eru nú. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert