Gæslan kannar fleiri hvítabirni

Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglan á Vesturlandi óskaði eftir því við Landhelgisgæsluna að farið yrði í sérstakt flug til þess að kanna hvort fleiri hvítabirni væri að finna á landinu. Til stendur að fara í flugið í dag ef veður og skyggni leyfir.

Flugið er aðeins í varúðarskyni og ekki leikur grunur á að fleiri hvítabirnir séu á landinu.

Þetta segir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í skriflegu svari við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Aðspurður segir Þorvaldur Þór Björnsson, hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, að erfitt sé að segja til um hvort annar hvítabjörn hafi verið með húninum í för sem var fannst á Höfðaströnd í Jökulfjörðum í síðustu viku.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert