Innbrot í tvær verslanir Elko: Símum stolið

Vörutalning stendur enn yfir eftir innbrotið en til stendur að …
Vörutalning stendur enn yfir eftir innbrotið en til stendur að gera símana óvirka í samráði við birgja. Samsett mynd

Brotist var inn í verslanir Elko í Skeifunni og Lindum í nótt.

Þetta staðfestir Óttar Örn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Elko, í samtali við mbl.is.

Óttar kveðst lítið geta tjáð sig um málið sökum þess að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sé enn að rannsaka málið. Hann staðfestir þó að helst hafi það verið farsímar sem hafi verið teknir ránshendi.

Má búast við skorti á ákveðnum símum

Starfsfólk Elko vinnur nú að því að skrásetja hvaða eintök vantar og mun í kjölfarið fara í það ferli með birgjum að gera símana óvirka.

Heimildir mbl.is herma að búast megi við skorti á ákveðnum tegundum farsíma, þ.e. Samsung og Apple-símum.

Spurður hvort atvikin hafi uppgötvast strax um nóttina og hvort þau hafi náðst á öryggismyndbandsupptökur kveðst Óttar ekki geta tjáð sig um það að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert