Ný fríhöfn á Akureyrarflugvelli

Nýja fríhöfnin var tekin í notkun síðastliðinn föstudag.
Nýja fríhöfnin var tekin í notkun síðastliðinn föstudag. mbl.is/Árni Sæberg

Ný fríhöfn við flugvöllinn á Akureyri var tekin í notkun með formlegum hætti síðastliðið föstudagskvöld. Unnið hefur verið að stækkun við flugvöllinn á Akureyri í rúmlega þrjú ár og fer Isavia innanlandsflugvellir með framkvæmdina.

Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, segir í samtali við Morgunblaðið að fyrstu gestum í nýju fríhöfninni hafi litist vel á nýju viðbótina. „Þetta er náttúrulega lítil fríhöfn en við reynum að bjóða upp á gott úrval,“ segir Sigrún.

Fríhöfnin er bæði komu- og brottfararverslun og þar er hægt að kaupa áfengi, tóbak og snyrtivörur tollfrjálst. Þá fær Isavia ráðgjöf frá fríhöfninni í Keflavík um vöruúrval, innkaup og fleira.

Eins og fyrr segir hafa framkvæmdir staðið á flugvellinum í rúm þrjú ár en fyrsta skóflustungan að viðbótinni var tekin sumarið 2021. Viðbyggingin stækkar flugstöðvarbygginguna um 1.100 fermetra og á að þjóna millilandaflugi en þar verður einnig fríhöfnin, kaffihús og aðstaða fyrir toll og lögreglu.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert