Ofanflóðavarnir á 15 þéttbýlisstöðum

Unnið við varnargarða ofan við Patreksfjörð árið 2022.
Unnið við varnargarða ofan við Patreksfjörð árið 2022. mbl.is/Guðlaugur J. Albertsson

Framkvæmdir við varnir vegna ofanflóða og eða uppkaup húseigna hafa átt sér stað á alls 15 þéttbýlisstöðum frá því að ofanflóðanefnd var komið á fót í kjölfar gildistöku laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum árið 1997. Þar af er uppkaupum eigna lokið á sex þéttbýlisstöðum.

Fram kemur í nýrri skýrslu ofanflóðanefndar, að Í lok síðasta árs nam heildarkostnaður við varnarvirki vegna ofanflóða og uppkaup húseigna, á verðlagi í mars 2024, ríflega 35 milljörðum króna. Nefndin hefur unnið á grunni mats Veðurstofu Íslands á líklegu umfangi varna gegn ofanflóðum sem gefið var út í október 1996.

Skortur á fjármagni

Elías Pétursson formaður nefndarinnar segir í skýrslunni að vinna við framkvæmdir vegna varnarvirkja hafi gengið hægar en áætlað var í upphafi vegna þess að fjárheimildir ofanflóðasjóðs, sem stofnaður var samkvæmt fyrrgreindum lögum, hafi ekki verið í samræmi við fjárþörf til framkvæmda. Þá hafi ný verkefni bæst við. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka