Rannsókn á manndrápi í sumarhúsi í Kiðjabergi í uppsveitum Árnessýslu þann 20. apríl í vor er lokið að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi.
Sveinn Kristján segir að málið hafi verið sent til meðferðar hjá héraðssaksóknara fyrir helgina. Litháískur karlmaður er grunaður um manndráp í sumarhúsinu en samlandi hans var úrskurðaður látinn skömmu yfir komu viðbragðsaðila á vettvang.
Upphaflega voru fjórir menn handteknir þann 20. apríl en tveimur var síðar sleppt. Hinir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald en öðrum þeirra var síðar sleppt. Sá grunaði í málinu, sem hefur einn réttarstöðu sakbornings, hefur verið í afplánun út af öðru máli.