„Við finnum að það hefur orðið afturför“

Guðrún Elísabet Ómarsdóttir vonast eftir sterkri samstöðu foreldra og forráðamanna.
Guðrún Elísabet Ómarsdóttir vonast eftir sterkri samstöðu foreldra og forráðamanna. Samsett mynd/Hari/Aðsend

„Við finn­um að það hef­ur orðið aft­ur­för. Við finn­um að ung­menn­un­um okk­ar líður ekki nógu vel og við höf­um bara séð það í fjöl­miðlum und­an­farið að það er hvert áfallið á fæt­ur öðru að koma upp á yf­ir­borðið.“

Þetta seg­ir Guðrún Elísa­bet Ómars­dótt­ir, formaður for­eldra­fé­lags Breiðagerðis­skóla, en hún er einn skipu­leggj­anda for­eldra­fund­ar­ins Hvernig styðjum við vel­ferð og ör­yggi ung­menna í borg­inni? sem fram fer annað kvöld.

Fund­ur­inn er á veg­um For­eldraþorps­ins, en það er sam­ráðsvett­vang­ur stjórna for­eldra­fé­laga níu grunn­skóla í Laug­ar­dal, Háa­leiti og Bú­staðahverfi.

Þurfa að sinna upp­eld­inu af mik­illi ábyrgð

Spurð af hverju for­eldra­fé­lög­in hafi ákveðið að standa fyr­ir fund­in­um seg­ir Guðrún að þörf sé á að bæði for­eldr­ar og stjórn­völd beiti sér fyr­ir því að bæta stöðuna þegar kem­ur að líðan og ör­yggi ung­menna.

„Við erum í raun­inni að von­ast til að sjá sterka sam­stöðu for­eldra og for­ráðamanna og að við átt­um okk­ur á al­var­leika máls­ins,“ seg­ir Guðrún og bæt­ir við: „Það er margt sem við öll get­um gert bet­ur og við þurf­um dá­lítið að standa styrk­um fót­um.“

„Við þurf­um bara að taka sam­talið, vera á varðbergi og sinna þess­um upp­eld­is­skyld­um okk­ar af mjög mik­illi ábyrgð,“ seg­ir Guðrún.

Þá tek­ur hún fram að aðstand­end­um fund­ar­ins finn­ist mik­il­vægt að for­eldr­ar hitt­ist og að ekki sé ein­göngu fjallað um málið í net­heim­um.

Ung­menni tjá sig sjálf um stöðuna

Mik­ils áhuga virðist gæta á fund­in­um meðal for­eldra, en skipu­leggj­end­ur bú­ast við góðri mæt­ingu.

Boðið verður upp á fjög­ur er­indi frá fólki sem allt þekk­ir vel til mála­flokks­ins, en fyr­ir­les­ar­ar eru Kári Sig­urðsson, verk­efna­stjóri for­varna hjá skóla- og frí­stunda­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar, Unn­ar Þór Bjarna­son, varðstjóri hjá lög­regl­unni og sam­fé­lags­miðlalögga, og Mar­grét Lilja Guðmunds­dótt­ir, sér­fræðing­ur hjá Pla­net Youth.

Þá munu nokkr­ir ung­ling­ar úr ung­mennaráði Kringlu­mýr­ar fjalla um málið út frá því hvernig það blas­ir við sér.

Þarf að ræða hlut­ina

Spurð hvort hún upp­lifi að for­eldr­um finn­ist að þá skorti verk­færi til að tak­ast á við stöðuna seg­ir Guðrún svo klár­lega vera.

„Marg­ir vita til hvaða ráða er gott að grípa í ákveðnum aðstæðum en aðrir eru þreif­andi og þurfa ein­hver tól, eru kannski að leita eft­ir ein­hverj­um svör­um frá sér­fræðing­um.

En síðan er líka mín per­sónu­lega til­finn­ing sú að oft erum við ein­fald­lega ekki nógu hug­rökk við að setja bæði okk­ur og börn­un­um okk­ar mörk,“ seg­ir Guðrún og bæt­ir við:

„Við heyr­um ung­menn­in okk­ar oft tala um að „all­ir“ megi eitt­hvað og þau séu þau einu sem standi frammi fyr­ir því að mega það ekki. Við finn­um það oft innra með okk­ur að þetta er ekki rétt en við höf­um til­hneig­ingu til að gefa und­ir og þókn­ast börn­un­um okk­ar.“

Að lok­um seg­ist Guðrún viss um að um leið og sam­fé­lagið taki sam­an hönd­um og taki á þess­um áskor­un­um verði ávinn­ing­ur­inn af því mik­ill.

„En það þarf að ræða hlut­ina og halda því á lofti að það er ým­is­legt sem má gera bet­ur.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert