Atli Þór Fanndal hættur hjá Pírötum

Atli Þór Fanndal starfar ekki lengur fyrir þingflokk Pírata.
Atli Þór Fanndal starfar ekki lengur fyrir þingflokk Pírata. Ljósmynd/Aðsend

Atli Þór Fann­dal, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Íslands­deild­ar Transparency International, hef­ur látið af störfum sem sam­skipta­stjóri þing­flokks Pírata.

Þetta staðfestir Margrét Rós Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Pírata, í samtali við mbl.is.

Innan við fimm mánuðir eru síðan Atli var ráðinn til liðs við Pírata á ný. Atli starfaði áður fyr­ir Pírata um sex mánaða skeið árin 2017 og 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert