Enn er snjór í Esjuhlíðum

Staðfesta má að allur snjór sé bráðnaður í Gunnlaugsskarði.
Staðfesta má að allur snjór sé bráðnaður í Gunnlaugsskarði. mbl.is/Baldur

Enn er snjór í hlíðum Esjunnar og óvíst hvort hann bráðni í sumar. Þegar blaðamaður kannaði aðstæður í Gunnlaugsskarði seinnipartinn síðasta sunnudag var ekki að finna neinn snjó í skarðinu. Því má staðfesta það sem áður var haldið fram að snjórinn í skarðinu hefði bráðnað í sumar.

Áhugamenn um veðurfar hafa í gegnum tíðina fylgst með skaflinum í Gunnlaugsskarði en afkoma hans þykir gefa góðar vísbendingar um tíðarfar hvers tíma. Var Páll Bergþórsson veðurfræðingur manna fróðastur um efnið.

Ganga þarf upp í skarðið

Ganga þarf upp í Gunnlaugsskarð til að staðfesta að allur snjór sé bráðnaður. Nánar tiltekið að ísinn sem eftir stendur af snjóskaflinum sé bráðnaður en ekki er sjálfgefið að hann sjáist úr fjarlægð.

Snjóskaflinn sem enn lifir í hlíðum Esjunnar er vestan megin í gili fyrir neðan Gunnlaugsskarð. Skaflinn er á að giska á stærð við fólksbíl en myndir af honum má sjá hér til hliðar og hér fyrir neðan.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert