Gæsluvarðhald yfir föðurnum framlengt

Maðurinn er grunaður um að hafa banað dóttur sinni þann …
Maðurinn er grunaður um að hafa banað dóttur sinni þann 15. september. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa banað dóttur sinni hefur verið framlengt til 21. október á grundvelli almannahagsmuna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en gæsluvarðhald yfir manninum átti að renna út í dag.

Maður­inn er sá eini sem hef­ur stöðu sak­born­ings en hann var hand­tek­inn við Krýsu­vík­ur­veg þann 15. sept­em­ber þar sem lík dótt­ur hans fannst.

Greint hefur verið frá að rann­sókn máls­ins miði ágæt­lega en eins og greint var frá á mbl.is hef­ur lög­regl­unni borist tals­vert af mynd­efni frá veg­far­end­um sem óku um Krýsu­vík­ur­veg milli klukk­an 13 og 18 sama dag og stúlk­an fannst þar lát­in.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka