„Ég get staðfest það að við vorum þarna með mannskap í vinnu við rannsókn á máli og sérsveitin var þarna til aðstoðar,“ segir Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra, í samtali við mbl.is um handtöku í fiskvinnslu á Bakkafirði í gær.
Segir Skarphéðinn rannsókn málsins á byrjunarstigi og sá sem handtekinn var hafi sætt þeirri ráðstöfun tímabundið og hann svo látinn laus. Lögregla getur ekki greint frá því um hvað málið snýst að svo búnu.