Handtekinn á Bakkafirði

Sérsveit ríkislögreglustjóra var lögreglunni á Norðurlandi eystra til aðstoðar á …
Sérsveit ríkislögreglustjóra var lögreglunni á Norðurlandi eystra til aðstoðar á Bakkafirði í gær þar sem maður var handtekinn í tengslum við rannsókn máls en hann látinn laus skömmu síðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég get staðfest það að við vor­um þarna með mann­skap í vinnu við rann­sókn á máli og sér­sveit­in var þarna til aðstoðar,“ seg­ir Skarp­héðinn Aðal­steins­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá embætti lög­regl­unn­ar á Norður­landi eystra, í sam­tali við mbl.is um hand­töku í fisk­vinnslu á Bakkaf­irði í gær.

Seg­ir Skarp­héðinn rann­sókn máls­ins á byrj­un­arstigi og sá sem hand­tek­inn var hafi sætt þeirri ráðstöf­un tíma­bundið og hann svo lát­inn laus. Lög­regla get­ur ekki greint frá því um hvað málið snýst að svo búnu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert