Handtekinn á Bakkafirði

Sérsveit ríkislögreglustjóra var lögreglunni á Norðurlandi eystra til aðstoðar á …
Sérsveit ríkislögreglustjóra var lögreglunni á Norðurlandi eystra til aðstoðar á Bakkafirði í gær þar sem maður var handtekinn í tengslum við rannsókn máls en hann látinn laus skömmu síðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég get staðfest það að við vorum þarna með mannskap í vinnu við rannsókn á máli og sérsveitin var þarna til aðstoðar,“ segir Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra, í samtali við mbl.is um handtöku í fiskvinnslu á Bakkafirði í gær.

Segir Skarphéðinn rannsókn málsins á byrjunarstigi og sá sem handtekinn var hafi sætt þeirri ráðstöfun tímabundið og hann svo látinn laus. Lögregla getur ekki greint frá því um hvað málið snýst að svo búnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka