Með augun á boltanum vegna skipulagðra glæpa

Sérsveit ríkislögreglustjóra að störfum.
Sérsveit ríkislögreglustjóra að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skipu­lögð brot­a­starf­semi virðir eng­in landa­mæri og eng­in ástæða er til að halda að Ísland sé und­an­skilið þeirri þróun sem hef­ur átt sér stað. Mik­il­vægt er að stjórn­völd séu á tán­um og starfi vel sam­an.

Þetta seg­ir Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra, sem ræddi við blaðamann að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un.

„Virðir eng­in landa­mæri“

„Það sem ein­kenn­ir skipu­lagða brot­a­starf­semi er að hún virðir eng­in landa­mæri. Hún fer þvert á öll landa­mæri, teyg­ir anga sína víða og get­ur jafn­vel teygt anga sína í aðrar heims­álf­ur. Það er eng­in ástæða til að halda það að við séum und­an­skil­in þeirri þróun, því miður. Við eig­um að halda vöku okk­ar, við eig­um að vera á tán­um hvað þetta varðar. Þá þarf að vera þétt sam­spil, landa­mæra­gæslu, lög­reglu og við embætti í lönd­un­um í kring­um okk­ur,“ seg­ir Guðrún og lýs­ir yfir ánægju sinni með breyt­ing­arn­ar sem voru samþykkt­ar á lög­reglu­lög­um í júní.

„Ef við ætl­um að reyna að upp­ræta skipu­lagða brot­a­starf­semi þá ger­um við það ein­göngu með þéttu sam­ráði við önn­ur embætti vegna þess að hún virðir eng­in landa­mæri.“

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.
Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra. mbl.is/​Karítas

Ger­um allt sem við get­um

Get­ur al­menn­ing­ur treyst því að þið náið að gera þetta af nægi­legri festu?

„Al­menn­ing­ur get­ur treyst því að ég er með aug­un á þess­um bolta, lög­regl­an er að vinna framúrsk­ar­andi störf hvað þetta varðar. Við höf­um verið að setja auk­inn styrk til lög­gæsl­unn­ar til þess að sinna skipu­lagðri glæp­a­starf­semi. Við mun­um gera allt sem við get­um og þess vegna er ég ánægð með að Alþingi hafi samþykkt breyt­ing­ar á lög­reglu­lög­um,“ svar­ar dóms­málaráðherra.

Oft skrefi á und­an

Spurð kveðst hún vilja sjá fleiri lög­reglu­menn á Íslandi. Mik­il­vægt sé líka að fá hæft fólk til starfa og að tækja­búnaður sé í lagi. Ein­kenni skipu­lagðrar glæp­a­starf­semi sé að hún virðist oft vera skrefi á und­an yf­ir­völd­um, m.a. þegar komi að nýj­ustu tækni.

„Við höf­um séð vís­bend­ing­ar um að það séu tengsl er­lendra glæpa­hópa hingað til Íslands. Grein­ing­ar­deild­in gaf það út í skýrslu 2021 að það væru 8-12 skipu­lagðir glæpa­hóp­ar hér á Íslandi. Það er vitakskuld gríðarleg­ur fjöldi í ís­lensku sam­fé­lagi og ástæða til að hafa veru­leg­ar áhyggj­ur af því," seg­ir Guðrún. 

Stjórn­völd horfa á reynslu Norður­land­anna í bar­átt­unni við skipu­lagða brot­a­starf­semi þar sem ung­menni, oft í viðkvæmri stöðu, hafa verið lokkuð til að fremja af­brot fyr­ir glæpa­hópa.

„Ég hef enga ástæðu til þess að ætla það að það geti ekki líka gerst á Íslandi og þess vegna þurf­um við að halda vöku okk­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert