Sigurður Ingi: Viljinn til að semja er fyrir hendi

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, …
Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, fóru yfir málið á Alþingi í dag. Samsett mynd/mbl.is/Eggert

„Það er rétt hjá hátt­virt­um þing­manni að við erum að skoða það að setja viðbótar­fjármuni í að tak­ast á við þá öm­ur­legu staðreynd að of­beldi hef­ur vaxið meðal barna og ung­linga með sér­stök­um hætti. Og ef það er alltaf verið að leita til sama fólks­ins, sem er tak­markaður fjöldi af, þá nátt­úr­lega ráðum við ekki við það.“

Þetta sagði Sig­urður Ingi Jó­hanns­son fjár­málaráðherra í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag þar sem hann var spurður út í niður­greiðslu sál­fræðiþjón­ustu.

Ráðherra sagðist halda að það væri ein­beitt­ur vilji rík­is­valds­ins til að klára slíka samn­inga ef sú staða kæmi upp að það sé hægt. „Þetta er bara eitt af þeim verk­efn­um sem ég veit að Sjúkra­trygg­ing­ar eru að vinna að. Vilji okk­ar er, held ég, al­veg skýr til þess.“

Spurn­ing um lög­in í land­inu

Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þingmaður Pírata, beindi fyr­ir­spurn­inni til Sig­urðar Inga. Hún sagði að þetta væri ekki bara spurn­ing um vilja lög­gjaf­ans.

„Þetta er spurn­ing um lög­in í land­inu. Þessi enda­lausa van­v­irðing við ákv­arðanir Alþing­is með því að neita að fjár­magna þær er orðin mjög þreytt. Hæst­virt­ur ráðherra tal­ar hér um að það sé svo mikið að gera hjá sál­fræðing­um, en, virðulegi for­seti, það er nú þannig að það er búið að gera sam­komu­lag við 20 af 1.000 starf­andi sál­fræðing­um í land­inu. Rík­is­stjórn­in hlýt­ur að geta gert bet­ur en að benda á að þess­ir 20 sál­fræðing­ar séu svo hrika­lega upp­tekn­ir,“ sagði hún.

„Ég er að spyrja hæst­virt­an ráðherra tveggja spurn­inga. Sér hann eft­ir því að hafa virt vilja lög­gjaf­ans að vett­ugi? Ætlar hann að gera bet­ur held­ur en for­veri sinn sem sagði eft­ir samþykkt lag­anna að það stæði ekki til að fjár­magna ákvörðun Alþing­is? Mun hann tryggja niður­greiðslu á sál­fræðiþjón­ustu fyr­ir næstu kosn­ing­ar?“

Vilji til að semja er fyr­ir hendi

Sig­urður Ingi sagði að það hefði komið skýrt fram í hans máli að stjórn­völd væru á réttri leið.

„Fjár­magnið hef­ur vaxið. Vilj­inn til að semja er fyr­ir hendi. Það er að fjölga inn á samn­ing­inn, þetta er sem sagt op­inn ramma­samn­ing­ur. Það er ekki nóg að hafa ein­göngu fjár­muni ef ekki er til fólk og ég veit að hátt­virt­ur þingmaður hef­ur skiln­ing á því. Sál­fræðing­arn­ir voru ósátt­ir í upp­hafi, vildu meira sam­ráð og það hafa verið fund­ir bæði í heil­brigðisráðuneyt­inu, er ég upp­lýst­ur um, sem og hjá Sjúkra­trygg­ing­um varðandi þetta. Þannig að ég er sann­færður um, hátt­virt­ur þingmaður, þá sýn sem þingið hef­ur og við öll, að við höld­um áfram að bæta þessa þjón­ustu og kannski ekki síst að beina þeim fjár­mun­um og þeim krafti sem við höf­um meira í átt að börn­um og ung­ling­um. Ég veit að til þess er vilji í heil­brigðisráðuneyt­inu,“ sagði Sig­urður Ingi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert