Svandís býður sig fram

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra.
Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra ætlar að bjóða sig fram til formanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Þetta staðfesti hún við blaðamann að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.

Landsfundur flokksins verður haldinn í byrjun næsta mánaðar, en þar er meðal annars kosið um forystu flokksins.

Í gær greindi Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, fé­lags­mála- og vinnu­markaðsráðherra og núverandi formaður flokksins, að hann hygðist ekki gefa kost á sér til formanns. Hann ætlaði hins vegar að styðja Svandísi, en bjóða sig sjálfur fram til varaformanns. 

Jó­dís Skúla­dótt­ir, þingmaður Vinstri grænna, hef­ur einnig gefið kost á sér í embætti vara­for­manns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert