Svandís vill efla virka ferðamáta

Starfshópurinn mun móta stefna og aðgerðaáætlun, ásamt mælanlegum markmiðum, fyrir …
Starfshópurinn mun móta stefna og aðgerðaáætlun, ásamt mælanlegum markmiðum, fyrir göngu, hjólreiðar og smáfarartæki sem stuðlað geti að bættu umhverfi fyrir þá ferðamáta. Samsett mynd/mbl.is/Eggert/Kristinn Magnússon

Svandís Svavars­dótt­ir innviðaráðherra hef­ur skipað starfs­hóp um stefnu fyr­ir virka ferðamáta og smáfar­ar­tæki. Starfs­hópn­um er falið að meta stöðu virkra ferðamáta og smáfar­ar­tækja á Íslandi ásamt val­kost­um sem til staðar eru til að efla ferðamát­ana.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu. 

Starfs­hóp­ur­inn mun móta stefnu og aðgerðaáætl­un, ásamt mæl­an­leg­um mark­miðum, fyr­ir göngu, hjól­reiðar og smáfar­ar­tæki sem stuðlað geti að bættu um­hverfi fyr­ir þá ferðamáta. Starfs­hópn­um er ætlað að eiga sam­ráð við helstu hags­munaaðila í vinnu sinni og skila niður­stöðum eigi síðar en 31. janú­ar 2025, seg­ir enn frem­ur.

Starfs­hóp­ur­inn er skipaður eft­ir­töld­um full­trú­um:

Sigrún Helga Lund, án til­nefn­ing­ar
Gunn­ar Geir Gunn­ars­son, til­nefnd­ur af Sam­göngu­stofu
Dóra Björt Guðjóns­dótt­ir, til­nefnd af Sam­bandi ís­lenskra sveit­ar­fé­laga
Sesselja Trausta­dótt­ir, til­nefnd af Lands­sam­tök­um hjól­reiðamanna
Katrín Hall­dórs­dótt­ir, til­nefnd af Vega­gerðinni.
Hrefna Hall­gríms­dótt­ir, starfsmaður innviðaráðuneyt­is­ins mun starfa með hópn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert