Ekki í því að „sækja vatnið yfir lækinn“

Benedikt Skúlason, forstjóri Lauf. Fyrirtækið kynnir í dag nýtt hjól …
Benedikt Skúlason, forstjóri Lauf. Fyrirtækið kynnir í dag nýtt hjól sem er það fjórða í röðinni og fyrsta fjallahjól fyrirtækisins. Ljósmynd/Þráinn Kolbeinsson/Antoine Daures

Íslenski hjóla­fram­leiðand­inn Lauf kynnti í dag nýtt hjól sem fyr­ir­tækið hef­ur hannað, en í þetta skiptið er um fulldempað fjalla­hjól að ræða og er það fjórða hjólið sem fyr­ir­tækið kynn­ir til leiks á sjö árum. Sam­hliða þessu hef­ur fyr­ir­tækið kynnt til leiks nýtt fimm daga alþjóðlegt fjalla­hjóla­mót sem halda á í lok ág­úst á næsta ári, en Lauf hef­ur hingað til staðið fyr­ir stærsta hjóla­móti árs­ins, mal­ar­hjóla­mót­inu The Rift, þar sem hjólað er um Fjalla­bak.

Bene­dikt Skúla­son, for­stjóri Lauf, seg­ir að með nýja hjól­inu hafi fyr­ir­tækið reynt að fara aft­ur í grunn­inn á hönn­un fyr­ir fulldempuð fjalla­hjól og nýta þá þróun í loft­demp­ur­um sem hef­ur átt sér stað á und­an­förn­um árum. Seg­ir hann of mikið af óþarfa í hönn­un á mörg­um nýj­um fjalla­hjól­um og að Lauf hafi held­ur viljað ein­falda hönn­un­ina og halda hjól­inu sem létt­ustu, en á sama tíma hafa svig­rúm fyr­ir meiri dekkja­breidd en geng­ur og ger­ist á keppn­is­fjalla­hjól­um.

Frá til­rauna­kennd­um fjaður­göffl­um yfir í fjalla­hjól

Lauf hef­ur hingað til verið hvað þekkt­ast fyr­ir óhefðbund­inn hjólagaffal sem er með glertrefja­fjöðrum í stað hefðbund­ins teleskópískra demp­ara. Komu þeir gaffl­ar al­veg nýir inn á markaðinn árið 2013 og brá mörg­um við, enda hönn­un­in nokkuð óhefðbund­in frá því sem fólk þekkti þá í fram­hjóla­demp­un.

Þó gaffall­inn hafi fyrst verið hugsaður fyr­ir fjalla­hjól­reiðar varð lend­ing­in fljót­lega að horfa til mal­ar­hjól­reiða, enda var það þá hraðast vax­andi markaður hjól­reiða í heim­in­um og gaffall­inn virt­ist virka hvað best fyr­ir slík­ar aðstæður frek­ar en harðkjarna fjalla­hjól­reiðar með mjög grófu und­ir­lagi.

Lauf hóf svo árið 2017 fram­leiðslu á eig­in hjóli frek­ar en að selja gaffal­inn bara sem íhlut. Komu út tvær týp­ur af mal­ar­hjól­um und­ir nöfn­un­um True grit og Seigla. Í fyrra ákvað fyr­ir­tækið svo að hefja fram­leiðslu á götu­hjól­inu Úthald, en sam­hliða því færði fyr­ir­tækið vöru­hús, vöru­sam­setn­ingu og dreif­ingu til Virg­in­íu­rík­is í Banda­ríkj­un­um.

Við það tæki­færi ræddi Bene­dikt við mbl.is og boðaði þá þróun fjalla­hjóls, sem nú lít­ur dags­ins ljós.

Elja er með single pivot demparakerfi, en slíkt er orðið …
Elja er með single pi­vot demp­ara­kerfi, en slíkt er orðið nokkuð sjald­gæft á hágæðafjalla­hjól­um í dag. Bene­dikt seg­ir nýja tækni í loft­demp­ur­um gera þeim kleift að end­ur­lífga þessa gömlu tækni þannig að hún sé vel sam­keppn­is­hæf í dag. Ljós­mynd/​Lauf/​Antoine Daures

Ein­kenn­andi út­lit aft­ur­hlut­ans

Fjalla­hjólið, sem ber nafnið Elja, kem­ur í tveim­ur út­gáf­um. Ann­ars veg­ar í „trail“ út­gáfu og hins veg­ar „xc“ út­gáfu. Er mun­ur­inn þar helst að „trail“ út­gáf­an er með aðeins meiri demp­un meðan „xc“ út­gáf­an er hugsuð sem keppn­is­hjól í svo­kölluðum ólymp­ísk­um fjalla­hjól­reiðum. Fyr­ir áhuga­sama verður slag­lengd­in  á „xc“ 120 mm bæði að fram­an og aft­an, en á „trail“ hjól­inu er slag­lengd­in 130 mm að fram­an og 120 mm að aft­an.

Það fyrsta sem vek­ur at­hygli þegar hjólið er skoðað er ein­kenn­andi út­lit á aft­ur­hluta stells­ins, en í staðinn fyr­ir sæt­is­stag (e. seat stay) og keðjustag (e. chain stay) er um eitt stag að ræða sem teng­ist bæði í loft­demp­ara og í stellið.

Göm­ul tækni end­ur­lífguð

Þá er hjólið með einn snún­ingspunkt (e. single pi­vot), en slíkt er orðið nokkuð sjald­gæft á fulldempuðum hjól­um sem eru í hæsta gæðaflokki og flest­ir að nota snún­ingspunkt með tengilið (e. linka­ge dri­ven single pi­vot) eða fjöliða demp­un (e. dual-link og Horst-link). Lík­leg­ast er best að út­skýra mun­inn á þessu með að benda á meðfylgj­andi Youtu­be-mynd­band.

En af hverju er Lauf að færa sig til baka í tækni sem flest­ir fram­leiðend­ur virðast hætt­ir að nota? Bene­dikt seg­ir að hjá Lauf hafi menn alltaf viljað gera eitt­hvað nýtt og að hug­mynd­in um fjalla­hjól hafi lengi verið að brjót­ast um. Þannig hafi hann og Berg­ur Bene­dikts­son, sem var ásamt stofn­end­um fyr­ir­tæk­is­ins fyrsti starfsmaður­inn, báðir komið úr fjalla­hjól­reiðum. Báðir eru þeir með verk­fræðimennt­un og hafi í góðan tíma reynt að finna lausn­ina sem þeir væru til­bún­ir að keyra á.

Lyf­leysu­lausn­ir verið al­geng­ar und­an­farið

„Við töl­um oft um að sækja ekki vatnið yfir læk­inn,“ seg­ir Bene­dikt og bæt­ir við að sér finn­ist marg­ir fjalla­hjóla­fram­leiðend­ur á und­an­förn­um árum hafa „gert mikið af lyf­leysu­laun­um í aft­ur­fjöðrun.“ Þeir hafi hins veg­ar viljað ein­falda upp­setn­ing­una og draga úr þyngd.

„Single pi­vot-lausn­in var al­geng fyr­ir 25-30 árum, en þá var hún út­færð allt öðru­vísi og með gorma­demp­ur­um en ekki loft­demp­ur­um,“ seg­ir Bene­dikt. Seg­ir hann fram­far­ir í loft­demp­ur­um hafa opnað aft­ur á að þetta væri ein­faldað. Einnig hafi þeir breytt nokkuð hönn­un aft­ur­hlut­ans, meðal ann­ars með nokkuð stóru tengi­boxi fyr­ir aft­an sæt­istúbuna sem auki stíf­leika.

Seg­ist Bene­dikt á und­an­förn­um árum hafa rætt við fjölda verk­fræðinga og sölu­manna hjá öðrum hjóla­fram­leiðend­um og spurt þá út í hönn­un, til­gang með ákveðnum upp­setn­ing­um og þá krafta sem eru að verk­um. Hafi hann gert þetta með það fyr­ir aug­um að geta úr­sk­urðað hvað væri „lyf­leysa“ og hvað ekki.

Með all­ar þess­ar upp­lýs­ing­ar í fartesk­inu hafi þeir svo endað á þess­ari hönn­un sem núna er kom­in fram. Seg­ir hann jafn­framt að mark­miðið hafi verið að gera viðhald þannig úr garði að eig­end­ur sjálf­ir sem hafi smá þekk­ingu eigi að geta séð um hluti eins og að skipta um sveifa­leg­ur o.fl.

Bergur Benediktsson á Elju, nýju fjallahjóli sem Lauf kynnti í …
Berg­ur Bene­dikts­son á Elju, nýju fjalla­hjóli sem Lauf kynnti í dag. Ljós­mynd/​Lauf/​Antoine Daures

Mik­il dekkja­breidd

Síðasti aðalpunkt­ur­inn í nýju hönn­un­inni að sögn Bene­dikts er dekkja­breidd­in sem í boði er. Þannig er hægt að koma und­ir 2,8 tommu dekkj­um og jafn­vel 3 tommu dekkj­um, en al­gengt er fyr­ir „trail“ og „xc“ hjól að þau séu með 2,2 og upp í 2,5 tomm­ur.

„Sam­keppn­in er mest í 2,4 tomm­um,“ seg­ir Bene­dikt. „En 2,4 er bara mjótt miðað við 2,8 eða 3 tomm­ur.“ Rifjar hann upp að fyr­ir tveim­ur árum hafi Lauf kynnt mal­ar­hjólið Seiglu og þá hafi verið hægt að koma 2,2 tommu dekkj­um und­ir það sem hafi þótt mjög mikið í mal­ar­sen­unni á þeim tíma. Í dag séu hins veg­ar flest­ir á leið þangað eða komn­ir á svipaðan stað.

„Í götu- og mal­ar­hjól­reiðum eru menn að færa sig upp í dekkja­stærð. Þeir héldu að það væri hæg­ara áður því það var mýkra, en svo var ekki,“ seg­ir hann. „Að sama skapi voru fjalla­hjól­ar­ar að álykta að breiðari dekk væru hæg­ari. Menn voru á 2 tomm­um fyr­ir nokkr­um árum en eru nú komn­ir á 2,4 tomm­ur. Þetta er bara þak sem þarf að brjóta,“ seg­ir Bene­dikt um þessa þróun og að Lauf ætli sér að vera framar­lega í þeirri veg­ferð.

Ein­hverj­ir gætu hugsað til þess að fyr­ir um ára­tug síðan voru til svo­kölluð plús fjalla­hjól, en þau voru með um og yfir 3 tommu dekk. Bene­dikt seg­ir að þessi hjól hafi á sín­um tíma eig­in­lega drepið þró­un­ina á breiðum dekkj­um því hjól­in hafi aldrei verið hönnuð með hraða í huga held­ur til að vera þægi­leg.

Elja er að sögn Bene­dikts hins veg­ar hugsað sem mjög hratt hjól og að það geti verið keppn­is­hjól í fjalla­hjóla­keppn­um.

Rétt er að taka fram að fjalla­hjóla­keppn­ir skipt­ast í nokkra und­ir­flokka og þar sem meira er brunað bara niður, svo sem í Enduro og í fjalla­bruni, er fjöðrun­in jafn­an nokkuð meiri, alla­vega hjá keppn­is­fólki. Bene­dikt seg­ir að mark­hóp­ur Elju sé ekki keppn­is­fólk í þess­um grein­um, en að upp­setn­ing­in hjóls­ins gefi fólki samt al­veg mögu­leika á að vera að leika sér í þess­um grein­um.

Hjólakrepp­an virðist á und­an­haldi

Síðustu ár, eft­ir far­ald­ur­inn, hafa verið hjóla­geir­an­um mjög erfið. Meðan far­ald­ur­inn stóð fór eft­ir­spurn upp úr öll­um vænt­ing­um og fram­leiðend­ur settu mik­inn kraft í að auka fram­leiðsluna. Eft­ir að far­aldr­in­um lauk datt eft­ir­spurn­in hins veg­ar mikið niður á heimsvísu og voru öll vöru­hús full sem leiddi til þess að fram­leiðend­ur lækkuðu verð mikið í sam­keppni um viðskipta­vini. Seg­ir Bene­dikt að stærsti íhlutafram­leiðand­inn Shimano hafi m.a. séð fjórðungs og þriðjungs lækk­un á sölu milli nokk­urra árs­fjórðunga.

Lauf fór ekki var­hluta af þessu ástandi og lækkaði einnig verð, en Bene­dikt seg­ir að meðan sala á heimsvísu hafi lækkað mikið hafi hún verið nokkuð jöfn hjá Lauf og nú séu merki um að hjólakrepp­an sé á und­an­haldi. Nefn­ir hann að Lauf hafi aukið sölu sína um 20-25% það sem af er þessu ári miðað við sama tíma í fyrra.

Ný fimm daga alþjóðleg fjalla­hjóla­keppni

Sam­hliða kynn­ingu á nýja hjól­inu op­in­beraði Lauf einnig að til stæði að halda fimm daga fjalla­hjóla­keppni á næsta ári, dag­ana 27-31. ág­úst. Bene­dikt seg­ir að þetta verði keppni í takt við Swiss epic og aðrar stór­ar fjöl­dægra fjalla­hjóla­keppn­ir þar sem allt sé innifalið, þjón­usta mik­il og kepp­end­ur þurfi aðallega að hugsa um að keppa og svo njóta.

„Það verður allt teppa­lagt fyr­ir þig, morg­un- og kvöld­verður og hjólið geymt og þvegið fyr­ir þig,“ seg­ir Bene­dikt. Þessi aukna þjón­usta og uppi­hald verður einnig nokkuð dýr­ari en þátt­töku­gjald í hefðbund­inni hjóla­keppni, eða 5.500 Banda­ríkja­dal­ir. Innifalið í því verður einnig gist­ing og flut­ing­ur á hjól­um o.fl.

Fyrsta árið seg­ist Bene­dikt vona að um 100-140 muni taka þátt, en að á kom­andi árum fari fjöld­inn upp í 300-500 manns.

Elja er fjórða hjólið frá Lauf, en áður hefur fyrirtækið …
Elja er fjórða hjólið frá Lauf, en áður hef­ur fyr­ir­tækið sent frá sér tvö mal­ar­hjól og eitt götu­hjól. Ljós­mynd/​Lauf/​Antoine Daures

Mega bú­ast við 3-9 klst dag­leiðum

The Rift keppn­in sem hald­in hef­ur verið und­an­far­in ár hef­ur á skömm­um tíma orðið að stærstu hjóla­keppni árs­ins þar sem mik­ill meiri­hluti kepp­enda kem­ur er­lend­is frá. Þar eru hjólaðir 200 km frá Hvols­velli upp á Fjalla­bak og svo aft­ur niður á Hvolsvöll. Eru kepp­end­ur þar um þúsund á hverju ári.

Bene­dikt seg­ir að þessi nýja keppni verði lík­leg­ast erfiðari en Riftið þar sem um fjöl­dægra keppni er að ræða og mega kepp­end­ur bú­ast við 3-9 klst dag­leiðum. Hann vill að öðru leyti lítið tjá sig um leiðar­val eða upp­bygg­ingu keppn­inn­ar. Það sé hins veg­ar lík­legt að blandað verði sam­an dög­um á lág­lendi og há­lendi þar sem auðvelt og stutt sé að fara þar á milli hér á landi.

„Þetta gæti verið einn dag­ur single track, svo ann­ar dag­ur upp á há­lendi og þriðji dag­ur­inn að klifra yfir fjall,“ seg­ir Bene­dikt en tek­ur fram að þetta verði allt kynnt bet­ur síðar.

Vill kom­ast yfir 10 þúsund hjól á næstu árum

Lauf er í dag að selja um 3 þúsund hjól ár­lega að sögn Bene­dikts. Í næstu viku mun fyr­ir­tækið opna sýn­ing­ar­sal í verk­smiðjunni í Virg­in­íu, en Lauf hef­ur síðasta árið einnig tekið yfir stærri og stærri hluta af þess­ari gömlu prent­smiðju. Hann seg­ir að sam­tals ráði húsið við sam­setn­ingu og vöru­geymslu fyr­ir um 10-12 þúsund hjól á ári og að hon­um langi til að ná upp í þann fjölda á næstu 2-3 árum. Það muni þó allt koma í ljós, meðal ann­ars miðað við hvernig viðtök­ur fyr­ir fjalla­hjólið verði.

Á und­an­förn­um árum hef­ur markaður­inn fyr­ir raf­magns­hjól verið einn sá stærsti í hjól­um, bæði þegar kem­ur að sam­göngu­hjól­um, en líka fjalla­hjól­um. Spurður hvort Lauf ætli sér ekk­ert út á þann markað seg­ir Bene­dikt: „Við úti­lok­um ekki neitt.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka