Ferðir Dags gagnrýndar í borgarstjórn

Fjarvera fyrrverandi borgarstjóra hefur vissulega verið áþreifanleg þetta kjörtímabilið og …
Fjarvera fyrrverandi borgarstjóra hefur vissulega verið áþreifanleg þetta kjörtímabilið og á meðan verkefnin hrannast upp er hann á ferðalagi,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna.

„Fjarvera fyrrverandi borgarstjóra hefur vissulega verið áþreifanleg þetta kjörtímabilið og á meðan verkefnin hrannast upp er hann á ferðalagi,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, um tíðar ferðir Dags B. Eggertssonar til útlanda, sem greint var frá í blaðinu í gær.

Það sem af er kjörtímabilinu hefur Dagur farið í 26 ferðir og dvalið erlendis í tæpa þrjá mánuði samanlagt.

Hildur segir ferðirnar hafa verið kynntar í borgarráði og á hún inni fyrirspurn, sem ekki hefur enn verið svarað, um fjölda ferða kjörinna fulltrúa á þessu kjörtímabili og kostnað vegna þeirra.

Í Morgunblaðinu í dag er rætt við oddvita í minnihluta borgarstjórnar um ferðalög Dags og eru þau gagnrýnd af þeim öllum. „Mig rak í rogastans þegar ég sá þessa frétt,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna. Kolbrún Baldursdóttir í Flokki fólksins segist margsinnis hafa bókað gegn þessum ferðalögum. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert