„Mun enginn skaðast af því að læra sínar bænir“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 4:34
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 4:34
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Fara ætti var­lega í að draga þá álykt­un að of­beld­is­hegðun ung­menna megi rekja til minni krist­in­fræðslu í skól­um. Aft­ur á móti skaðar það eng­an að læra sín­ar bæn­ir og að bera virðingu fyr­ir öðru fólki eins og trú­in boðar.

Erfitt er að skilja ís­lenska menn­ingu vel án þess að hafa grunnþekk­ingu um kristna trú.

Þetta seg­ir Sr. Ei­rík­ur Jó­hanns­son, prest­ur í Hall­gríms­kirkju, í Dag­mál­um.

Krist­in­fræði tek­in úr skóla­kerf­inu að mati Jóns Gunn­ars­son­ar

Jón Gunn­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, ræddi um krist­in gildi í Spurs­mál­um síðastliðinn föstu­dag. Þar sagði Jón meðal ann­ars:

„Við erum erum þjóð sem er krist­in í grunn­in. Við erum alin, eldri kyn­slóðir, miðlungs og eldri kyn­slóðir, í þessu landi á grund­velli krist­inna gilda. Þetta hef­ur með skipu­leg­um hætti, fræðsla á þess­um vett­vangi þar sem er verið að fræða okk­ur um sam­kennd­ina, láta okk­ur vinna í sam­kennd­inni, láta okk­ur læra um fyr­ir­gefn­ing­una og kær­leik­ann, þetta hef­ur allt verið tekið út úr ís­lensku skóla­kerfi. Það mega ekki einu sinni vera litlu jól­in,“ sagði Jón meðal ann­ars í Spurs­mál­um.

Áhersl­an minni en bók­staf­ur­inn seg­ir til um

Innt­ur eft­ir viðbrögðum við þessu og hvort að krist­in­fræðsla ætti að vera kennd reglu­lega í grunn­skól­um lands­ins seg­ir Ei­rík­ur:

„Það er nátt­úru­lega ætl­ast til þess að kenna trú­ar­bragðafræði í grunn­skól­um og ég held því miður að það hafi, kannski vegna umræðunn­ar í sam­fé­lag­inu, þá hafi áhersl­an í skól­un­um orðið miklu minni í heild sinni held­ur en að bók­staf­ur­inn í kennslu­áætlun­inni hef­ur sagt til um.“

Ei­rík­ur seg­ir að auðvitað þurfi að kenna margt og erfitt að koma öllu að sem aðal­nám­skrá seg­ir að þurfi að kenna. Hann myndi sjálf­ur vilja að börn fengju meiri fræðslu um kristna trú og hon­um þykir einnig mik­il­vægt að börn fái að kynn­ast grunn­atriðum í öðrum trú­ar­brögðum.

„Þessi þátt­ur í heild sinni ætti nátt­úru­lega að vera öfl­ugri held­ur en er vegna þess að það er al­gjör staðreynd að þetta er og verður ekki und­an því vikist – hvaða álit sem menn hafa á kristni trú – þá er þetta nátt­úru­lega stór hluti í okk­ar menn­ingu. Hún verður ekki skil­in með góðu móti nema að hafa þenn­an grunn,“ seg­ir Ei­rík­ur.

Kær­leik­ur og friður það sem trú­in geng­ur út á

Hann seg­ir þó að fara eigi var­lega í það að draga þá álykt­un að of­beldis­ald­an að und­an­förnu megi rekja til þess að krist­in­fræðsla sé ekki leng­ur í skól­um lands­ins.

„En hitt er aft­ur á móti al­gjör staðreynda að mín­um dómi að það mun eng­inn skaðast af því að læra sín­ar bæn­ir og trú­in auðvitað bygg­ir á því að kenna fólki að haga sér siðferðilega og bera virðingu fyr­ir öðru fólki. Kær­leik­ur og friður er það sem trú­in geng­ur út á, þannig það hlýt­ur þá að vera frek­ar í þá átt­ina að stuðla að því að menn vilji lifa friðsömu lífi,“ seg­ir hann.

Ei­rík­ur er gest­ur Dag­mál­um og í þætt­in­um er rætt um trúna og boðun henn­ar til ungs fólks, stöðu Þjóðkirkj­unn­ar, of­beldið að und­an­förnu og margt fleira. Áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins geta horft á þátt­inn í heild sinni hér að neðan. 

Eiríkur brást við ummælum Jóns um kristinfræðslu í skólum.
Ei­rík­ur brást við um­mæl­um Jóns um krist­in­fræðslu í skól­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert