Tugmilljóna launakröfur ekki samþykktar

Vietnam Restaurant er eitt gjaldþrota félaga Quang Le.
Vietnam Restaurant er eitt gjaldþrota félaga Quang Le. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skipta­stjór­ar í þrota­bú­um fé­laga sem áður voru í eigu Quang Le hafa hafnað launakröf­um fyrr­ver­andi starfs­fólks að hluta til eða að svo stöddu.

Ástæðan er sú að skipta­stjór­ar telja sig ekki hafa nægj­an­leg­ar upp­lýs­ing­ar um það hvort starfs­fólk hafi raun­veru­lega unnið þær vinnu­stund­ir sem lagðar eru til grund­vall­ar að baki kröf­un­um. 

Kröf­urn­ar eru vegna meintra van­gold­inna launa en eins og fram hef­ur komið er Quang Le með stöðu sak­born­ings og lúta ásak­an­ir meðal ann­ars að vinnum­an­sali.

Launakröf­urn­ar eru marg­ar hverj­ar yfir 20 millj­ón­um króna og þær hæstu eru nærri 36 millj­ón­um króna sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is. 

Eins og fram hef­ur komið eru fimm af sjö fé­lög­um sem áður voru í eigu Quang Le gjaldþrota.

Það eru Wo­kon ehf. og Wo­kon mat­höll ehf., Vietnam Restaurant, Vietnam Cuis­ine og VY þrif.

Eft­ir standa NQ fast­eign­ir og Vietnam Mar­ket. 

Wok on ehf er eitt þeirra félaga sem er gjaldþrota. …
Wok on ehf er eitt þeirra fé­laga sem er gjaldþrota. Vörumerkið er til sölu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Skipta­stjór­ar í snú­inni stöðu 

Skipta­stjór­ar þriggja fé­laga, Wo­kon ehf, EA 17 og Vietnam Cuis­ine hafa annaðhvort hafnað kröf­um að hluta, að svo stöddu, eða frestað ákvörðun vegna þess að ekki hafa nægj­an­leg­ar upp­lýs­ing­ar komið fram.

Skipta­stjór­ar eru sagðir í snú­inni stöðu varðandi það að taka af­stöðu til krafn­anna. Helg­ast það af því að hinar háu launakröf­ur byggja á meintu vinnum­an­sali en enn hef­ur ekki verið ákært í máli Quang Le og því eðli­lega ekki kom­in niðurstaða í málið. Þá ligg­ur hvergi fyr­ir papp­írs­slóð sem fær­ir sönn­ur á mál starfs­mann­anna.

Fimm af sjö félögum Quang Le eru gjaldþrota.
Fimm af sjö fé­lög­um Quang Le eru gjaldþrota. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hins veg­ar ligg­ur fyr­ir framb­urður starfs­manna sem segj­ast hafa þurft að vinna langa vinnu­daga án þess að hafa fengið greitt nægj­an­lega fyr­ir. Úr öðru hafa skipta­stjór­ar ekki að moða við ákvörðun sína.

Hafnað að hluta til 

„Búið er að til­kynna af­stöðu til fyrr­um launa­manna hjá Wo­kon. Kröf­un­um er hafnað að hluta til,“ seg­ir Ein­ar Hugi Bjarna­son, skipta­stjóri Wo­kon ehf. og Wo­kon mat­hall­ar ehf.

Einar Hugi Bjarnason
Ein­ar Hugi Bjarna­son Ljós­mynd/​Aðsend

Magnús Björn Brynj­ólfs­son, skipta­stjóri EA 17, seg­ist hafa hafnað kröf­un­um að svo stöddu. 

„Ég er að bíða eft­ir því að fá frek­ari skýr­ing­ar frá lög­manni starfs­manna,“ seg­ir Magnús. 

„Vant­ar meira kjöt á beinið“ 

Hann seg­ir að af framb­urði þeirra launa­manna sem hafa gert kröfu í búið að dæma hafi þeir unnið svo til myrkr­anna á milli.

„Það er svo­lítið erfitt fyr­ir mig að rengja það en mig vant­ar meira kjöt á beinið til að ég láti sann­fær­ast,“ seg­ir Magnús.

Starfs­fólk get­ur haft uppi ágrein­ing um niður­stöðu skipta­stjór­anna og í slík­um til­fell­um er hægt að fara með hann fyr­ir dóm­stóla.

Ábyrgðasjóði launa ber að greiða starfs­fólki van­greidd laun. Hins veg­ar fer hann alla jafna eft­ir af­stöðu skipta­stjóra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert