Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands halda ráðstefnu um vinnumansal á Íslandi í Hörpu í dag.
Ráðstefnan hefst klukkan 10 og stendur yfir til klukkan 16.
Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, stíga öll í pontu í upphafi ráðstefnunnar.
Hér er hægt að fylgjast með henni í beinu streymi:
„Undanfarin misseri hafa komið upp á yfirborðið nokkur mál á íslenskum vinnumarkaði sem sýna að vinnumansal þrífst í íslensku samfélagi. Hver er ábyrgð samfélagsins og hvernig getum við komið í veg fyrir vinnumansal? Hvernig gengur okkur að vernda þolendur vinnumansals?“ segir í tilkynningu þar sem ráðstefnan er kynnt.