Jón Gnarr í Viðreisn og stefnir á þing

Jón Gnarr, stefnir á þingsæti.
Jón Gnarr, stefnir á þingsæti. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Gnarr, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og borgarstjóri, er genginn til liðs við Viðreisn og að sögn Sigmars Guðmundssonar, ritara flokksins, hefur það legið í loftinu í einhvern tíma að hann væri að íhuga að fara fram fyrir flokkinn. 

Ekki náðist í Jón sjálfan við vinnslu fréttarinnar. Vísir sagði fyrst frá.

Sigmar Guðmundsson, ritari Viðreisnar, segir að ákvörðun Jóns hafi haft nokkurn aðdraganda. 

„Við höfum vitað af því að hann hefði í hyggju að gera þetta í nokkurn tíma. Hann hefur áhuga á því að koma inn á þingið. Það er mikið fagnaðarefni að hann stígi núna fram,“ segir Sigmar.

Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar, segir ennfremur að Jón þurfi að fara í prófkjör hjá flokknum og að líkur séu á því að það verði haldið fyrir þingkosningar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert