Nýr umboðsmaður Alþingis kjörinn í dag

Fjórir sóttu um starf umboðsmanns Alþingis.
Fjórir sóttu um starf umboðsmanns Alþingis. mbl.is/Hari

Nýr umboðsmaður Alþingis verður kjörinn á Alþingi í dag en Skúli Magnússon, sem hefur starfað sem umboðsmaður Alþingis frá árinu 2021, hefur verið skipaður dómari við Hæstarétt frá og með 1. október næstkomandi.

Fjór­ir ein­stak­ling­ar hafa gefið kost á sér í embætti umboðsmanns Alþing­is. Það eru: Anna Tryggva­dótt­ir skrif­stofu­stjóri, Haf­steinn Þór Hauks­son, dós­ent við laga­deild Há­skóla Íslands, Krist­ín Bene­dikts­dótt­ir, pró­fess­or við laga­deild Há­skóla Íslands, og Reim­ar Pét­urs­son lögmaður.

Forsætisnefnd Alþingis auglýsti í júlí að hún myndi fyrir lok septembermánaðar gera tillögu til Alþingis um einstakling til að gegna embætti umboðsmanns Alþingis. Boðað hefur verið til fundar í forsætisnefnd Alþingis klukkan tíu og á atkvæðagreiðsla um tilnefningu nefndarinnar að hefjast upp úr hádegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert