Rannsókn lögreglunnar á netsölu áfengis lokið

Nú er það í höndum ákærusviðs að ákveða hvort ákæra …
Nú er það í höndum ákærusviðs að ákveða hvort ákæra verði gefin út vegna málsins. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæði hefur lokið rannsókn á máli er varðar netverslanir með áfengi. Er það nú í höndum ákærusviðs að taka ákvörðun um hvort lögð verði fram ákæra í málinu.

Ríkisútvarpið greinir frá.

Í samtali við RÚV staðfesti Margrét Kristín Pálsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar, upplýsingarnar og nefndi jafnframt að ekki liggi fyrir hvenær málið verði afgreitt innan ákærusviðsins.

Í umfjöllun Ríkisútvarpsins segir að fjögur ár séu liðin frá því að ÁTVR lagði fram kæru vegna sölu einkaaðila á áfengi.

Þá er haft eftir Margréti Kristínu að erindi sem Sigurður Ingi Jóhannsson sendi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í júní hafi ekki haft áhrif á rannsókn lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert