Varðhald framlengt vegna almannahagsmuna

Gæsluvarðhald yfir þeim grunaða hefur verið framlengt til 22. október.
Gæsluvarðhald yfir þeim grunaða hefur verið framlengt til 22. október. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gæsluvarðhald yfir piltinum sem er grunaður um að hafa stungið þrjú ungmenni með hnífi á Menningarnótt hefur verið framlengt til 22. október á grundvelli almannahagsmuna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en gæsluvarðhald yfir piltinum átti að renna út í dag. Pilturinn hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 25. ágúst.

17 ára stúlka lést af sárum sínum eftir hnífstunguárásina en hin tvö ungmennin voru flutt á sjúkrahús.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka