„Verðum að stíga miklu fastar niður“

Jóhann Friðrik, Þorbjörg Sigríður og Jóhann Páll á samsettri mynd.
Jóhann Friðrik, Þorbjörg Sigríður og Jóhann Páll á samsettri mynd. Samsett mynd/mbl.is/Hari/María/Árni Sæberg

Þing­menn gagn­rýndu stjórn­völd fyr­ir aðgerðal­eysi í bar­átt­unni gegn vinnum­an­sali, und­ir liðnum störf þings­ins á Alþingi í morg­un. 

Jó­hann Friðrik Friðriks­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði vinnum­an­sal vera svart­an blett á ís­lensk­um vinnu­markaði og ís­lensku sam­fé­lagi. Vitnaði hann því til stuðnings í þátt­inn Kveik á RÚV þar sem fjallað var um málið fyrr í vik­unni.

Þingmaður­inn kallaði eft­ir „miklu sterk­ari viðbrögðum ís­lenskra stjórn­valda“ og sagði nauðsyn­legt að ljúka við að upp­færa viðbragðsáætl­un gegn man­sali.

„Við verðum að stíga miklu fast­ar niður hvað varðar vinnum­an­sal og man­sal al­mennt á Íslandi,“ sagði hann og bætti við að allt sam­fé­lagið krefj­ist þess að stjórn­völd bregðist við.

Lítið áunn­ist á sex árum

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir, þingmaður Viðreisn­ar, spurði: „Hvar er hinn skýri tónn ís­lenskra stjórn­valda um að þessi brot á ís­lensk­um lands­lög­um verði ekki liðin?“

Hún kallaði eft­ir af­drátt­ar­lausri yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar þess efn­is og nefndi að fyr­ir sex árum hefði rík­is­stjórn­in boðað aðgerðir gegn man­sali en lítið hefði áunn­ist. Sagði hún það lág­marks­kröfu og al­gjört fyrsta skref vera að rík­is­stjórn­in sendi frá sér skila­boð um að brot hefðu af­leiðing­ar.

Stofn­an­ir ekki með bol­magn 

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, nefndi út­spil flokks­ins síðasta vor þar sem bent var m.a. á aðgerðir til að herða ráðning­ar­sam­bönd og eft­ir­lit með starfs­manna­leig­um. 

Verkamaður að störfum.
Verkamaður að störf­um. Ljós­mynd/​Colour­box

Hann sagði verka­lýðshreyf­ing­una fyrst og fremst sinna vinnustaðaeft­ir­liti sam­kvæmt lög­um frá ár­inu 2010 og nefndi að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hefði einn flokka lagst þeim. Þessi lög þyrfti að upp­færa. 

Þingmaður­inn sagði að rík­is­stjórn­inni hefði mistek­ist að tryggja stofn­un­um bol­magn til að tak­ast á við vinnum­an­sal. Aukið fjár­magn og mann­skap þyrfti til. 

Þarf að fram­fylgja lög­um 

Logi Ein­ars­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, benti á að Kveik­ur hefði fjallað um ná­kvæm­lega sama hlut­inn fyr­ir sex árum. Þess vegna væri sorg­legt að ekki hefði þokast í rétta átt. Hann lagði áherslu á að tryggja þyrfti að hér væru nægi­leg verk­færi í boði til að fram­fylgja lög­un­um sem eru til staðar. Einnig sagði hann að styrkja þyrfti nú­ver­andi lög.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert