Vilja aðgerðaáætlun vegna vinnumansals

Skuggar- skuggi - kynferðisbraut - afbrot - glæpir - ofbeldi …
Skuggar- skuggi - kynferðisbraut - afbrot - glæpir - ofbeldi - fórnarlamb - mansal.

Alþýðusamband Íslands (ASÍ) og Samtök atvinnulífsins (SA) skora á stjórnvöld að tryggja að gerð verði aðgerðaáætlun sem tekur sérstaklega til vinnumansals.

Þá skora aðilar vinnumarkaðarins á stjórnvöld að tryggja þolendum vinnumansals nauðsynleg félagsleg úrræði.

Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu ASÍ og SA í baráttunni gegn vinnumansali en nú stendur yfir ráðstefna ASÍ og SA um vinnumansal á Íslandi í Hörpu.

Aðilar vinnumarkaðarins skora í yfirlýsingunni á stjórnvöld að koma upp sérstöku ferli til að bera kennsl á þolendur vinnumansals. Þeir telja að tryggja þurfi fullnægjandi þekkingu á málaflokknum í réttarkerfinu og að forgangsraða þurfi fræðslu til að málaflokknum verði betur sinnt.

Skorað er á stjórnvöld að endurskoða lög um atvinnuréttindi útlendinga og eftir atvikum lög um útlendinga í því augnamiði að takmarka líkur á vinnumansali.

Hvetja fyrirtæki til að taka ábyrgð

Þá lýsa ASÍ og SA því yfir að vinna sameiginlega að því að þetta nái fram að ganga sem og að vinna að markvissum aðgerðum á borð við að hvetja fyrirtæki til að taka ábyrgð á virðiskeðjunni í sínum rekstri.

Aðilar vinnumarkaðarins munu útbúa fræðsluefni um hvernig best sé að gera það sem og fræðsluefni um einkenni vinnumansals í samstarfi við önnur samtök fyrir bæði almenning og atvinnurekendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert