Auki líkurnar á vaxtalækkun

Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir forsendurnar þannig í dag að þær auki verulega líkurnar á vaxtalækkun.

Verðbólga lækkaði enn í dag. 12 mánaða verðbólga stend­ur í 5,4% og lækk­aði um 0,6 pró­sentu­stig frá fyrri mánuði.

Stærsta hagsmunamálið

„Við erum búin að stefna að því allan tímann og eitt stærsta verkefni hagstjórnarinnar er að ná tökum á verðbólgunni.“

Segir Lilja að um leið og tökum verði náð á verðbólgunni munu vextir lækka. „Þetta er stærsta hagsmunamál heimilanna, fyrirtækjanna og hagstjórnarinnar í dag.“

Mikilvægt að atvinnuleysi fari ekki að aukast

Ráðherrann segir að það að verðbólgan sé að lækka muni þýða að hagkerfið sé að lenda mjúklega.

Segir hún að atvinnustig haldi áfram að vera hátt og að lykilatriði sé að verðbólgan lækki enn frekar og vextir lækki til að styðja við kröftugt atvinnulíf.

Þá segir hún mikilvægt að atvinnuleysi fari ekki að aukast því þá fari allt að verða erfiðara.

„Þetta skiptir svo miklu máli því maður veit að kaupmáttur heimilanna líður fyrir það þegar vextir hafa hækkað. Það skiptir öllu máli að verðbólga haldi áfram að lækka,“ segir Lilja.

„Þetta er allt að koma“

Lilja segir mjög háa raunvexti klárlega vera farna að bíta og þá séu markmið bæði efnahagsstjórnarinnar og peningastefnunnar að nást, „og við sjáum fram á vaxtalækkun,“ segir hún.

Þetta er þá væntanlega á réttri leið að þínu mati eftir erfiða tíma?

„Þetta er allt að koma.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert