Fundu mann í Ásbyrgi með dróna

20 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni.
20 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Maður með undirliggjandi sjúkdóm óskaði eftir aðstoð í Ásbyrgi klukkan 17 en ekki var ljóst hvar hann var nákvæmlega staddur. Fannst hann með aðstoð dróna um hálftíma eftir að útkallið barst. 

Þetta staðfestir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við mbl.is.

Björgunarsveitin Garðar á Húsavík og björgunarsveitin Núpur komu að útkallinu en tuttugu björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni.

Maðurinn fannst um klukkan 17.30 við ágæta heilsu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert