Grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna

Lögreglan á höfðuborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta í …
Lögreglan á höfðuborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta í gærkvöld og í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðilar voru handteknir í gærkvöld vegna gruns um sölu og dreifingu fíkniefna.

Þeir voru látnir lausir eftir skýrslutöku en þetta er meðal annars sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna hennar frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í nótt. Tveir gista fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglustöð 2, sem sinnir Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi, fékk tilkynningu um aðila sem voru að stela úr matvöruverslun í Garðabæ og þá voru höfð afskipti af ungmenni sem ekki var með réttindi við akstur á bifhjóli sem var einnig án hlífðarhjálms. Málið var unnið með foreldrum barnsins.

Settur var upp stöðvunarpóstur á Reykjanesbraut þar sem 103 ökumenn voru stöðvaðir. Einn ökumaður reyndist undir mörkum en aðrir ökumenn voru í lagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert