Höfðar riftunarmál á hendur fyrrum eiganda Wokon

Kristján Ólafur Sigríðarson var fyrri eigandi Wokon.
Kristján Ólafur Sigríðarson var fyrri eigandi Wokon. Samsett mynd

Þrota­bú Wo­kon ehf. hef­ur höfðað rift­un­ar­mál á hend­ur Dar­ko ehf. til þess að reyna að end­ur­heimta á fjórða tug millj­óna króna vegna milli­færslna sem fram­kvæmd­ar voru þegar Wo­kon ehf. var í eigu Kristjáns Ólaf­ar Sig­ríðar­son­ar.

Að mati lög­manns þrota­bús Wo­kon ehf. voru fram­kvæmd­ar milli­færsl­ur sem ekki eru hald­bær­ar skýr­ing­ar á. Því verði ekki litið á milli­færsl­urn­ar öðru­vísi en að um lán hafi verið að ræða. 

Milli­færsl­ur sem ná allt að tvö ár aft­ur í tím­ann

Dar­ko ehf. er fé­lag sem einnig í eigu Kristjáns Ólafs þegar hann rak Wo­kon ehf.
Fé­lagið var um tíma skráð í eigu fjöl­skyldumeðlims Kristjáns en hann er nú aft­ur skráður sem eig­andi fé­lags­ins.

Dar­ko ehf. er með veð í Her­kastal­an­um sem er í eigu Quang Le, einnig nefnd­ur Davíð Viðars­son, og er veðið til­komið vegna kaupa Quang Le á Wok on ehf.

Tel­ur að um lán hafi verið að ræða 

Ein­ar Hugi Bjarna­son­ar, lögmaður þrota­bús Wo­kon ehf., tel­ur eng­ar skýr­ing­ar á nokkr­um milli­færsl­um sem ná allt að tvö ár aft­ur í tím­ann, eða nokkuð fyr­ir þann tíma sem Quang Le keypti fé­lagið af Kristjáni.

Einar Hugi Bjarnason
Ein­ar Hugi Bjarna­son Ljós­mynd/​Aðsend

„Þetta snýst um milli­færsl­ur frá Wo­kon inn á þetta fé­lag. Færsl­ur í bók­haldi sem þrota­búið tel­ur óeðli­leg­ar og fer fram á rift­un á,“ seg­ir Ein­ar Hugi.

Sam­kvæmt hluta­fé­laga­lög­um eru óút­skýrðar milli­færsl­ur óheim­il­ar og er það því mat þrota­bús­ins að í til­fell­um þess­ara milli­færslna sé um lán að ræða. Snýr rift­un­ar­málið að því að það verði greitt til baka.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert