Innkalla útvatnaða saltfiskhnakka með kryddskel

Þeir sem eru með ofnæmi eða óþol fyrir hveiti eða …
Þeir sem eru með ofnæmi eða óþol fyrir hveiti eða súlfít stafar ekki hætta af vörunni.

Fyrirtækið Grímur kokkur ehf. hefur innkallað útvatnaða saltfiskhnakka með kryddskel.

Varan inniheldur ofnæmis- og óþolsvaldana hveiti, sem er að finna í raspi,  og súlfít (E225), sem er að finna í sólþurkuðum tómötum, en þeir voru ekki tilgreindir í innihaldslýsingunu vörunnar. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en þar segir að þeir sem séu með ofnæmi eða óþol fyrir hveiti eða súlfít stafi ekki hætta af vörunni. 

Grímur kokkur biður viðskiptavini sína sem eru með ofnæmi eða óþol fyrir vörunni að skila henni í þá verslun sem hún var keypt.  

Nánari upplýsingar

Vörumerki og framleiðandi: Grímur kokkur ehf.

Vöruheiti: Útvatnaðir saltfiskhnakkar með kryddskel

Geymsluskilyrði: Frystivara

Framleiðsludagur og best fyrir dagsetning:  framleitt: 04.03.2024 best fyrir: 05.03.2024

Dreifing: Krónan Skeifunni, Krónan Bíldshöfða, Krónan Lindum, Krónan Flatahrauni, Krónan Mosfellsbæ, Krónan Selfossi, Krónan Akureyri

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert