Ók bifreið á ljósastaur

Maðurinn er ekki talinn alvarlega slasaður.
Maðurinn er ekki talinn alvarlega slasaður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einn maður var fluttur á sjúkrahús til skoðunar eftir að hafa ekið bifreið á ljósastaur í Reykjavík.

Þetta segir Gunnlaugur Jónsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Slysið gerðist á gatnamótum Vatnsmýrarvegs við Hringbraut og barst útkallið um klukkan þrjú. Maðurinn er ekki talinn alvarlega slasaður. 

Dælubíll var sendur á vettvang til að þrífa upp brakið sem varð eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert