Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss

Þyrla Landhelgisgæslunnar á vettvangi.
Þyrla Landhelgisgæslunnar á vettvangi. Ljósmynd/Sigður Jónas Bergsson

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á tólfta tímanum vegna umferðarslyss á Arnarstapavegi á Snæfellsnesi.

Þar varð bílvelta og óskaði lögreglan á Vesturlandi eftir því að þyrlan yrði kölluð til. Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, flutti þyrlan einn slasaðan og lenti þyrlan við Landspítalann í Fossvogi nú rétt í þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka