Er Svandís bundin af samkomulaginu eða ekki?

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra fer eins og köttur í kringum heitan graut þegar hann er spurður hvort Svandís Svavarsdóttir, verðandi formaður VG, sé bundin af samkomulagi sem núverandi stjórnarsamstarf byggir á.

Þetta kemur fram í myndbrotinu hér að ofan sem tekið er úr nýjasta þætti Spursmála þar sem Sigurður Ingi er gestur.

Guðmundur Ingi mun víkja úr embætti formanns VG og Svandís …
Guðmundur Ingi mun víkja úr embætti formanns VG og Svandís taka við. Morgunblaðið/Samsett mynd

Svarar ekki beint

Þar svarar hann því ekki beint út hvort fyrirheit um að viðhalda núverandi ríkisstjórnarsamstarfi út kjörtímabilið sé bundið við þá þrjá forystumenn ríkisstjórnarflokkanna sem nú verma formannsstóla þeirra.

Sigurður Ingi er nýjasti gestur Stefáns Einars á vettvangi Spursmála.
Sigurður Ingi er nýjasti gestur Stefáns Einars á vettvangi Spursmála. mbl.is/María Matthíasdóttir

Svandís tekur við í næstu viku

Ljóst er að Guðmundur Ingi Guðbrandsson hverfur úr embætti formanns VG í næstu viku og allt stefnir í að Svandís Svavarsdóttir taki við keflinu á vinstri vængnum.

„Ég myndi bara segja að alla jafna eru kjörtímabil fjögur ár og við sögðum bara að við ætlum að klára hér fullt af verkefnum sem við vorum þá ekki búin að. Við náðum reyndar miklum árangri síðastliðið vor í gegnum þingið. Engu að síður eru verkefni enn sem við erum að vinna að og ég vil bara segja að eins og staðan er núna væri fullkomið ábyrgðarleysi ef ríkisstjórnin héldi ekki áfram við þær aðstæður sem uppi eru,“ segir Sigurður Ingi.

Viðtalið við Sigurð Inga má sjá og heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert