Jón Gnarr, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og borgarstjóri, er nú staddur á haustþingi Viðreisnar sem fer fram í Hlégarði í Mosfellsbæ.
Greint var frá því á fimmtudag að Jón væri genginn til liðs við Viðreisn.
Í viðtali við mbl.is sagðist hann ætla að bjóða sig fram til alþingiskosninga fyrir hönd Viðreisnar á næsta kjörtímabili.
Hann sagði að Viðreisn hafi orðið fyrir valinu eftir kosningapróf sem hann tók á netinu.
Jón hefur áður verið á lista fyrir alþingiskosningar. Þá var hann í heiðurssæti á lista Samfylkingar ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Jón sagði hugmyndafræði Samfylkingarinnar hins vegar ekki eiga lengur við sig.