Jón Gnarr staddur á haustþingi Viðreisnar

Jón Gnarr á haustþingi Viðreisnar í dag.
Jón Gnarr á haustþingi Viðreisnar í dag. mbl.is/Ólafur Árdal

Jón Gn­arr, fyrr­ver­andi for­setafram­bjóðandi og borg­ar­stjóri, er nú staddur á haustþingi Viðreisnar sem fer fram í Hlégarði í Mosfellsbæ.

Greint var frá því á fimmtudag að Jón væri genginn til liðs við Viðreisn. 

Í viðtali við mbl.is sagðist hann ætla að bjóða sig fram til alþing­is­kosn­inga fyr­ir hönd Viðreisn­ar á næsta kjör­tíma­bili.

Hann sagði að Viðreisn hafi orðið fyr­ir val­inu eft­ir kosn­inga­próf sem hann tók á net­inu.

Jón hef­ur áður verið á lista fyr­ir alþing­is­kosn­ing­ar. Þá var hann í heiðurs­sæti á lista Sam­fylk­ing­ar ásamt Ingi­björgu Sól­rúnu Gísla­dótt­ur. Jón sagði hug­mynda­fræði Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hins vegar ekki eiga lengur við sig.

mbl.is/Ólafur Árdal
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka